Breska sundstjarnan sem er vatnshrædd og með klórofnæmi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Freya Anderson þreytir frumraun sína á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar. epa/ROBERT PERRY Að vera vatnshrædd og með klórofnæmi ætti ekki að vera uppskrift að góðum árangri í sundi. Það hefur hins vegar ekki truflað nýjustu sundstjörnu Breta. Freya Anderson, sem er nýorðin tvítug, er á leið á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar þar sem hún ætlar að vinna til verðlauna. Hún hefur þegar unnið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í skriðsundi á Evrópumóti og er nú örugg með Ólympíusæti. Anderson hefur þurft að yfirstíga nokkrar hindranir sem hefðu eflaust verið óyfirstíganlegar fyrir aðra sundkappa. Hún er nefnilega með ofnæmi fyrir klór og vatnshrædd. „Sumar tegundir af klór fara illa með húðina á mér. Í sumum sundlaugum fæ ég útbrot og það er mjög sársaukafullt. Þetta stendur yfir í fjóra til fimm daga en ég verð að lifa með því. Þetta er samt ekki óskastaða fyrir sundkonu,“ sagði Anderson í viðtali við Daily Mail. Hún er heldur ekki hrifin af vatni, nema það sé í sundlaug. „Ég hata sjóinn og ár og myndi ekki stinga fæti þangað þótt ég fengi borgað fyrir það. Flest sundfólk getur ekki beðið eftir því að synda í sjónum í fríunum sínum en ekki ég. Ég er hrædd við dótið á botninum og fiskana,“ sagði Anderson. Hún segist hafa verið afar feimið barn og sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að ná langt í sundi. „Ég var alltaf feimin, kannski því ég hef alltaf skorið mig úr,“ sagði Anderson sem er afar hávaxin, eða 1,91 metri á hæð. „Þegar ég fór í heimavistarskóla vildi ég strax fara heim eftir fyrstu vikuna, pakkaði niður og sagði mömmu að ég væri að koma heim. En ég hef öðlast meira sjálfstraust í gegnum sundið.“ Anderson tryggði sér Ólympíusæti þegar hún synti tvö hundruð metra skriðsund á 1:56,80 mínútum í síðustu viku. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 1:57,28 mínútur. Anderson vonast einnig til að keppa í hundrað metra skriðsundi og boðsundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Sjá meira
Freya Anderson, sem er nýorðin tvítug, er á leið á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar þar sem hún ætlar að vinna til verðlauna. Hún hefur þegar unnið tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun í skriðsundi á Evrópumóti og er nú örugg með Ólympíusæti. Anderson hefur þurft að yfirstíga nokkrar hindranir sem hefðu eflaust verið óyfirstíganlegar fyrir aðra sundkappa. Hún er nefnilega með ofnæmi fyrir klór og vatnshrædd. „Sumar tegundir af klór fara illa með húðina á mér. Í sumum sundlaugum fæ ég útbrot og það er mjög sársaukafullt. Þetta stendur yfir í fjóra til fimm daga en ég verð að lifa með því. Þetta er samt ekki óskastaða fyrir sundkonu,“ sagði Anderson í viðtali við Daily Mail. Hún er heldur ekki hrifin af vatni, nema það sé í sundlaug. „Ég hata sjóinn og ár og myndi ekki stinga fæti þangað þótt ég fengi borgað fyrir það. Flest sundfólk getur ekki beðið eftir því að synda í sjónum í fríunum sínum en ekki ég. Ég er hrædd við dótið á botninum og fiskana,“ sagði Anderson. Hún segist hafa verið afar feimið barn og sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að ná langt í sundi. „Ég var alltaf feimin, kannski því ég hef alltaf skorið mig úr,“ sagði Anderson sem er afar hávaxin, eða 1,91 metri á hæð. „Þegar ég fór í heimavistarskóla vildi ég strax fara heim eftir fyrstu vikuna, pakkaði niður og sagði mömmu að ég væri að koma heim. En ég hef öðlast meira sjálfstraust í gegnum sundið.“ Anderson tryggði sér Ólympíusæti þegar hún synti tvö hundruð metra skriðsund á 1:56,80 mínútum í síðustu viku. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 1:57,28 mínútur. Anderson vonast einnig til að keppa í hundrað metra skriðsundi og boðsundi á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Sjá meira