Systkinabörn gera það gott í raftónlistartvíeykinu Congo Bongo Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 16:30 Congo Bongo gaf út plötu á dögunum. Á dögunum kom út fyrsta platan frá raftónlistartvíeykinu Congo Bongo sem var stofnuð af þeim Hreini Elíassyni og Sigurmoni Hartmanni Sigurðssyni. Tónlist Congo Bongo hefur einstakan hljóm og má lýsa sem 80’s skotnu sálarpoppi með frumbyggjaívafi sem einkennist af samruna ólíkra stefna með það að leiðarljósi að skapa nýstarlega og ferska upplifun. Fyrsta breiðskífa Congo Bongo Origins inniheldur tólf fyrstu lög sveitarinnar og er nú aðgengileg á ollum helstu streymisveitum. Origins er ferðalag í gegnum framandi heim Congo Bongo þar sem finna má sólardýrkendur, blóð indjána, frumbyggjaættbálka og fornar vættir. Innblásturinn er sóttur frá náttúrunni, hulins heims skapandi afla, fantasíu og ímyndunarafls. Hver hljómsveit hefur sín einkennismerki og í tilfelli Congo Bongo eru það að vissu leyti fjölskyldutengsl. Hreinn og Sigurmon eru systkinabörn og hafa verið hönd í hönd á tónlistarvegferð sinni frá unga aldri. Frændurnir tengdust upphaflega út frá sameiginlegum áhuga sínum á grunge tónlist og eyðimerkurrokki með þráhyggju fyrir sjaldgæfum Nirvana bootlegs, en hafa síðan þróast á nýjar og framandi slóðir raftónlistar án þess að gleyma uppruna sínum, ástríðunni og tengingunni sem upphaflega kveikti neistan. Hér að neðan má hlusta á plötuna. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlist Congo Bongo hefur einstakan hljóm og má lýsa sem 80’s skotnu sálarpoppi með frumbyggjaívafi sem einkennist af samruna ólíkra stefna með það að leiðarljósi að skapa nýstarlega og ferska upplifun. Fyrsta breiðskífa Congo Bongo Origins inniheldur tólf fyrstu lög sveitarinnar og er nú aðgengileg á ollum helstu streymisveitum. Origins er ferðalag í gegnum framandi heim Congo Bongo þar sem finna má sólardýrkendur, blóð indjána, frumbyggjaættbálka og fornar vættir. Innblásturinn er sóttur frá náttúrunni, hulins heims skapandi afla, fantasíu og ímyndunarafls. Hver hljómsveit hefur sín einkennismerki og í tilfelli Congo Bongo eru það að vissu leyti fjölskyldutengsl. Hreinn og Sigurmon eru systkinabörn og hafa verið hönd í hönd á tónlistarvegferð sinni frá unga aldri. Frændurnir tengdust upphaflega út frá sameiginlegum áhuga sínum á grunge tónlist og eyðimerkurrokki með þráhyggju fyrir sjaldgæfum Nirvana bootlegs, en hafa síðan þróast á nýjar og framandi slóðir raftónlistar án þess að gleyma uppruna sínum, ástríðunni og tengingunni sem upphaflega kveikti neistan. Hér að neðan má hlusta á plötuna.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira