Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2021 12:29 Søren Brostrøm, formaður heilbrigðisráðs Danmerkur, greindi frá ákvörðuninni um að notkun bóluefnis AstraZeneca yrði hætt í Danmörku í gær. Vísir/EPA Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu, segist hafa rætt við dönsk heilbrigðisyfirvöld í gær um ákvörðun þeirra um að hætta alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca. Utanríkisráðuneytið sé tilbúið að kanna möguleikann á að senda efnið til fátækari ríkja í staðinn. Danir eru fyrsta þjóðin sem hættir notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um einstaka tilfelli blóðtappa hjá yngra fólki sem fékk bóluefnið. Lyfjastofnun Evrópu taldi möguleg tengsl á milli efnisins og blóðtappanna en að ávinningur bóluefnisins vægi mun þyngra en möguleg áhætta af notkun þess. WHO mælir einnig enn með notkun bóluefnisins. Fulltrúar stofnunarinnar hafa kosið að gagnrýna ekki ákvörðun Dana og segja þess í stað að öll ríki ættu að hafa sveigjanleika í því hvernig þau haga bólusetningaráætlun sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í gær ekki sjá fyrir sér að íslensk yfirvöld fylgdu í fótspor Dana. Norðmenn væru aftur á móti að íhuga að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca. Meirihluti þeirra bóluefna sem hafa verið framleidd gegn kórónuveirunni til þessa hafa farið til auðugustu þjóða heims. Forstjóri WHO gagnrýndi ójöfnuð í aðgengi að bóluefni á dögunum en þá hafði afhending á bóluefni til þróunarríkja nær stöðvast. Danmörk Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu, segist hafa rætt við dönsk heilbrigðisyfirvöld í gær um ákvörðun þeirra um að hætta alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca. Utanríkisráðuneytið sé tilbúið að kanna möguleikann á að senda efnið til fátækari ríkja í staðinn. Danir eru fyrsta þjóðin sem hættir notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um einstaka tilfelli blóðtappa hjá yngra fólki sem fékk bóluefnið. Lyfjastofnun Evrópu taldi möguleg tengsl á milli efnisins og blóðtappanna en að ávinningur bóluefnisins vægi mun þyngra en möguleg áhætta af notkun þess. WHO mælir einnig enn með notkun bóluefnisins. Fulltrúar stofnunarinnar hafa kosið að gagnrýna ekki ákvörðun Dana og segja þess í stað að öll ríki ættu að hafa sveigjanleika í því hvernig þau haga bólusetningaráætlun sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í gær ekki sjá fyrir sér að íslensk yfirvöld fylgdu í fótspor Dana. Norðmenn væru aftur á móti að íhuga að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca. Meirihluti þeirra bóluefna sem hafa verið framleidd gegn kórónuveirunni til þessa hafa farið til auðugustu þjóða heims. Forstjóri WHO gagnrýndi ójöfnuð í aðgengi að bóluefni á dögunum en þá hafði afhending á bóluefni til þróunarríkja nær stöðvast.
Danmörk Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02