Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2021 12:29 Søren Brostrøm, formaður heilbrigðisráðs Danmerkur, greindi frá ákvörðuninni um að notkun bóluefnis AstraZeneca yrði hætt í Danmörku í gær. Vísir/EPA Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu, segist hafa rætt við dönsk heilbrigðisyfirvöld í gær um ákvörðun þeirra um að hætta alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca. Utanríkisráðuneytið sé tilbúið að kanna möguleikann á að senda efnið til fátækari ríkja í staðinn. Danir eru fyrsta þjóðin sem hættir notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um einstaka tilfelli blóðtappa hjá yngra fólki sem fékk bóluefnið. Lyfjastofnun Evrópu taldi möguleg tengsl á milli efnisins og blóðtappanna en að ávinningur bóluefnisins vægi mun þyngra en möguleg áhætta af notkun þess. WHO mælir einnig enn með notkun bóluefnisins. Fulltrúar stofnunarinnar hafa kosið að gagnrýna ekki ákvörðun Dana og segja þess í stað að öll ríki ættu að hafa sveigjanleika í því hvernig þau haga bólusetningaráætlun sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í gær ekki sjá fyrir sér að íslensk yfirvöld fylgdu í fótspor Dana. Norðmenn væru aftur á móti að íhuga að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca. Meirihluti þeirra bóluefna sem hafa verið framleidd gegn kórónuveirunni til þessa hafa farið til auðugustu þjóða heims. Forstjóri WHO gagnrýndi ójöfnuð í aðgengi að bóluefni á dögunum en þá hafði afhending á bóluefni til þróunarríkja nær stöðvast. Danmörk Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu, segist hafa rætt við dönsk heilbrigðisyfirvöld í gær um ákvörðun þeirra um að hætta alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca. Utanríkisráðuneytið sé tilbúið að kanna möguleikann á að senda efnið til fátækari ríkja í staðinn. Danir eru fyrsta þjóðin sem hættir notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um einstaka tilfelli blóðtappa hjá yngra fólki sem fékk bóluefnið. Lyfjastofnun Evrópu taldi möguleg tengsl á milli efnisins og blóðtappanna en að ávinningur bóluefnisins vægi mun þyngra en möguleg áhætta af notkun þess. WHO mælir einnig enn með notkun bóluefnisins. Fulltrúar stofnunarinnar hafa kosið að gagnrýna ekki ákvörðun Dana og segja þess í stað að öll ríki ættu að hafa sveigjanleika í því hvernig þau haga bólusetningaráætlun sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í gær ekki sjá fyrir sér að íslensk yfirvöld fylgdu í fótspor Dana. Norðmenn væru aftur á móti að íhuga að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca. Meirihluti þeirra bóluefna sem hafa verið framleidd gegn kórónuveirunni til þessa hafa farið til auðugustu þjóða heims. Forstjóri WHO gagnrýndi ójöfnuð í aðgengi að bóluefni á dögunum en þá hafði afhending á bóluefni til þróunarríkja nær stöðvast.
Danmörk Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02