Ótrúleg tölfræði Ómars Inga eftir landsleikjahléið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 13:01 Ómar Ingi Magnússon hefur skorað eins og óður maður fyrir Magdeburg síðustu vikurnar. getty/Hendrik Schmidt Það er engu logið að Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, hafi verið óstöðvandi að undanförnu. Eftir landsleikjahléið hefur hann verið markahæstur hjá Magdeburg í öllum leikjum liðsins nema tveimur. Gamla stórveldinu Magdeburg hefur vegnað vel á tímabilinu, er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Það er ekki síst fyrir tilstilli Ómars Inga sem hefur leikið sérlega vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg. Hann er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 162 mörk og markahæstur Magdeburg-manna í Evrópudeildinni með 72 mörk. Þá eru ótaldar allar stoðsendingarnar sem Ómar Ingi gefur á samherja sína. Ómar Ingi hefur verið sérstaklega öflugur eftir keppni hófst á ný eftir landsleikjahléið í byrjun síðasta mánaðar. Selfyssingurinn hefur skorað 63 mörk í átta leikjum eftir landsleikjahléið, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Í helmingi þessa leikja hefur hann skorað níu mörk eða meira. Ómar Ingi kom til Magdeburg síðasta sumar eftir fjögur tímabil í Danmörku, tvö með Århus og tvö með Álaborg. Hann varð meistari með síðarnefnda liðinu.getty/Peter Niedung Ómar Ingi hefur verið markahæstur í liði Magdeburg í sex af átta leikjum liðsins eftir landsleikjahléið. Hann var ekki markahæstur í 29-24 sigri á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars og skoraði svo bara tvö mörk í 35-24 sigri á Eurofarm Palister í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann spilaði reyndar lítið enda Magdeburg með átta marka forskot eftir fyrri leikinn. Ómar Ingi hefur skorað tólf mörk í síðustu tveimur leikjum Magdeburg, 26-33 sigri á Nordhorn á sunnudaginn og 28-34 sigri á Kristianstad í Íslendingaslag í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar gegn sænska liðinu og kom því með beinum hætti að sautján mörkum Magdeburg. Auk þess að vera þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar er Ómar Ingi í 18. sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar, eða 58 talsins. Þess má geta að Ómar Ingi var stoðsendingakóngur dönsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19. Hann gaf þá 112 stoðendingar en næsti maður á lista gaf 88. Magdeburg hefur góða reynslu af örvhentum íslenskum skyttum en sem kunnugt er lék Ólafur Stefánsson með liðinu við góðan orðstír um aldamótin. Magdeburg varð þá þýskur meistari og vann Meistaradeildina og EHF-bikarinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Melsungen, liði Guðmundar Guðmundssonar, á sunnudaginn. Á þriðjudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Kristianstad. Þýski handboltinn Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira
Gamla stórveldinu Magdeburg hefur vegnað vel á tímabilinu, er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Það er ekki síst fyrir tilstilli Ómars Inga sem hefur leikið sérlega vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg. Hann er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 162 mörk og markahæstur Magdeburg-manna í Evrópudeildinni með 72 mörk. Þá eru ótaldar allar stoðsendingarnar sem Ómar Ingi gefur á samherja sína. Ómar Ingi hefur verið sérstaklega öflugur eftir keppni hófst á ný eftir landsleikjahléið í byrjun síðasta mánaðar. Selfyssingurinn hefur skorað 63 mörk í átta leikjum eftir landsleikjahléið, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Í helmingi þessa leikja hefur hann skorað níu mörk eða meira. Ómar Ingi kom til Magdeburg síðasta sumar eftir fjögur tímabil í Danmörku, tvö með Århus og tvö með Álaborg. Hann varð meistari með síðarnefnda liðinu.getty/Peter Niedung Ómar Ingi hefur verið markahæstur í liði Magdeburg í sex af átta leikjum liðsins eftir landsleikjahléið. Hann var ekki markahæstur í 29-24 sigri á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars og skoraði svo bara tvö mörk í 35-24 sigri á Eurofarm Palister í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann spilaði reyndar lítið enda Magdeburg með átta marka forskot eftir fyrri leikinn. Ómar Ingi hefur skorað tólf mörk í síðustu tveimur leikjum Magdeburg, 26-33 sigri á Nordhorn á sunnudaginn og 28-34 sigri á Kristianstad í Íslendingaslag í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar gegn sænska liðinu og kom því með beinum hætti að sautján mörkum Magdeburg. Auk þess að vera þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar er Ómar Ingi í 18. sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar, eða 58 talsins. Þess má geta að Ómar Ingi var stoðsendingakóngur dönsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19. Hann gaf þá 112 stoðendingar en næsti maður á lista gaf 88. Magdeburg hefur góða reynslu af örvhentum íslenskum skyttum en sem kunnugt er lék Ólafur Stefánsson með liðinu við góðan orðstír um aldamótin. Magdeburg varð þá þýskur meistari og vann Meistaradeildina og EHF-bikarinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Melsungen, liði Guðmundar Guðmundssonar, á sunnudaginn. Á þriðjudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Kristianstad.
Þýski handboltinn Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira