Reynslumikill í fótbolta en ungur þjálfari og læri af síðasta tímabili Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 16:21 Arnar Gunnlaugsson brosti út að eyrum eftir að hafa skrifað undir samning til næstu þriggja ára um að þjálfa Víking. vísir/Sigurjón „Þessi tvö ár hafa verið frábær lærdómur og vonandi heldur ævintýrið bara áfram,“ segir Arnar Gunnlaugsson sem skrifað hefur undir samning um að þjálfa Víking R. áfram næstu þrjú árin. Arnar gerði Víkinga að bikarmeisturum 2019 á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari liðsins, eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Loga Ólafssonar í Víkinni. Honum er ætlað að koma liðinu nær bestu liðum landsins á næstu árum. „Vonandi náum við að stríða aðeins stóru körlunum. Fyrir mér er þetta bara rökrétt skref. Mér líður ógeðslega vel hérna í Fossvoginum. Það er vel stutt við bakið á mér. Ég fæ að gera nánast það sem ég vill gera. Það er engin ástæða til að fara fyrst ég hef það gott hérna,“ sagði Arnar í viðtali við Guðjón Guðmundsson í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs með nýjan samning Víkingar hafa misst öfluga leikmenn á borð við Óttar Magnús Karlsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Örn Atlason frá síðustu leiktíð. Pablo Punyed er á meðal þeirra sem hafa komið til félagsins. Arnar er ánægður með leikmannahóp sinn í dag: „Svo er það bara þannig að við þjálfararnir viljum alltaf fleiri og fleiri leikmenn, og erum alltaf að leita. En eins og staðan er í dag þá eru allir heilir, Covid hjálpaði okkur því það voru tveir leikmenn sem þurftu á smávægilegri aðgerð að halda og fengu að bæta úr því í fríinu núna. Þegar kemur að fyrsta leik held ég að allir séu því í nokkuð fínu standi. Við erum alltaf að leita. Ég held að öll lið séu þannig, sérstaklega þau sem hafa háar væntingar. En ef að við færum í mótið með þennan hóp þá væri ég bara mjög sáttur. Það er mjög góð blanda þarna. Reynslumiklir leikmenn og ungir og efnilegir leikmenn. Leikmenn sem eru bara góðir. Ég held að við munum gefa hvaða liði sem er góðan leik og sé fram á skemmtilegt mót,“ sagði Arnar. Víkingar ollu vonbrigðum á síðustu leiktíð og enduðu í 10. sæti. „Það fór allt til fjandans sem þangað gat farið. En það fer í reynslubankann, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá mér. Þó að ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég tiltölulega ungur þjálfari og læri af þessu. Þess vegna er ég líka ánægður með að vera áfram hjá Víkingum. Þetta gefur mér það „platform“ að læra meira,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Arnar gerði Víkinga að bikarmeisturum 2019 á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari liðsins, eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Loga Ólafssonar í Víkinni. Honum er ætlað að koma liðinu nær bestu liðum landsins á næstu árum. „Vonandi náum við að stríða aðeins stóru körlunum. Fyrir mér er þetta bara rökrétt skref. Mér líður ógeðslega vel hérna í Fossvoginum. Það er vel stutt við bakið á mér. Ég fæ að gera nánast það sem ég vill gera. Það er engin ástæða til að fara fyrst ég hef það gott hérna,“ sagði Arnar í viðtali við Guðjón Guðmundsson í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs með nýjan samning Víkingar hafa misst öfluga leikmenn á borð við Óttar Magnús Karlsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Örn Atlason frá síðustu leiktíð. Pablo Punyed er á meðal þeirra sem hafa komið til félagsins. Arnar er ánægður með leikmannahóp sinn í dag: „Svo er það bara þannig að við þjálfararnir viljum alltaf fleiri og fleiri leikmenn, og erum alltaf að leita. En eins og staðan er í dag þá eru allir heilir, Covid hjálpaði okkur því það voru tveir leikmenn sem þurftu á smávægilegri aðgerð að halda og fengu að bæta úr því í fríinu núna. Þegar kemur að fyrsta leik held ég að allir séu því í nokkuð fínu standi. Við erum alltaf að leita. Ég held að öll lið séu þannig, sérstaklega þau sem hafa háar væntingar. En ef að við færum í mótið með þennan hóp þá væri ég bara mjög sáttur. Það er mjög góð blanda þarna. Reynslumiklir leikmenn og ungir og efnilegir leikmenn. Leikmenn sem eru bara góðir. Ég held að við munum gefa hvaða liði sem er góðan leik og sé fram á skemmtilegt mót,“ sagði Arnar. Víkingar ollu vonbrigðum á síðustu leiktíð og enduðu í 10. sæti. „Það fór allt til fjandans sem þangað gat farið. En það fer í reynslubankann, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá mér. Þó að ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég tiltölulega ungur þjálfari og læri af þessu. Þess vegna er ég líka ánægður með að vera áfram hjá Víkingum. Þetta gefur mér það „platform“ að læra meira,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira