Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin 2021 Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 23:03 Katti Frederiksen tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands í fyrra. Stjórnarráðið Grænlenska málvísindakonan, ljóðskáldið og baráttukonan Katti Frederiksen, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands, hlaut í dag alþjóðleg menningarverðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Vigdísarverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem er talinn hafa brotið blað með störfum sínum í þágu menningar og þá einkum tungumála. Katti hlýtur verðlaunin í ár fyrir lofsvert framlag sitt í þágu tungumála en þau nema sex milljónum íslenskra króna. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en Þorbjörn Jónsson, ræðismaður Íslands á Grænlandi, afhenti verðlaunin. „Katti Frederiksen hefur með eftirtektarverðum hætti vakið athygli á málefnum grænlenskunnar jafnt innan lands sem utan. Með ljóðum sínum, fræðaskrifum, barnabókum og þátttöku í opinberri umræðu hefur hún verið óþreytandi við að minna á mikilvægi grænlenskunnar fyrir grænlenskt samfélag og hve brýnt sé að stuðla að vexti og viðgangi tungunnar svo hún megi nýtast á öllum sviðum mannlífs og þjóðlífs,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Gert mikið fyrir grænlenska tungu Katti Frederiksen lauk meistaraprófi í grænlensku, bókmenntafræði og fjölmiðlafræði frá Háskólanum í Nuuk, Ilisimatusarfik, árið 2011, en hluta námsins tók hún við University of Alaska í Fairbanks. Þá hefur hún átt sæti í Málnefnd Grænlands og starfað til fjölda ára hjá Oqaasileriffik, Málráðs Grænlands, fyrst sem deildarstjóri en síðar sem framkvæmdastjóri. Árið 2020 varð hún svo mennta- og menningamálaráðherra Grænlands. „Með störfum sínum hjá Oqaasileriffik hefur Katti Frederiksen ásamt samstarfsfólki sínu fyrr og síðar lagt drjúgan skerf til verkefna sem er ætlað að efla og þróa grænlenska tungu og gera hana í stakk búna til að takast á við áskoranir á tímum þar sem allt veltur á þátttöku í og aðild að stafrænum lausnum.“ Heldur ótrauð áfram Að sögn mennta- og menningarráðuneytisins hefur Katti undirstrikað nauðsyn þess að börn og unglingar temji sér að tala og skrifa grænlensku til að styrkja sjálfsmynd Grænlendinga, vitund þeirra um eigin menningu og trú á framtíðina. „Ég er með ýmislegt á prjónunum sem snertir tungumál og bókmenntir og þess vegna skipta Vigdísarverðlaunin gríðarlega miklu máli fyrir þau verkefni sem eru fram undan. Þau hvetja mig til dáða og gefa mér þrótt til að halda ótrauð áfram í átt að því marki sem ég hef sett mér,“ sagði Katti Frederiksen í þakkarávarpi sínu þegar hún tók við verðlaununum. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum settu Vigdísarverðlaunin á fót í tilefni á af 90 ára afmæli Vigdísar í fyrra og þess að þá voru liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Að sögn ráðuneytisins er markmiðið með verðlaununum að heiðra og vekja athygli á lofsverðu framlagi Vigdísar til tungumála og menningar sem ætíð hafa verið henni afar hugleikin. Grænland Vigdís Finnbogadóttir Menning Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Vigdísarverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem er talinn hafa brotið blað með störfum sínum í þágu menningar og þá einkum tungumála. Katti hlýtur verðlaunin í ár fyrir lofsvert framlag sitt í þágu tungumála en þau nema sex milljónum íslenskra króna. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en Þorbjörn Jónsson, ræðismaður Íslands á Grænlandi, afhenti verðlaunin. „Katti Frederiksen hefur með eftirtektarverðum hætti vakið athygli á málefnum grænlenskunnar jafnt innan lands sem utan. Með ljóðum sínum, fræðaskrifum, barnabókum og þátttöku í opinberri umræðu hefur hún verið óþreytandi við að minna á mikilvægi grænlenskunnar fyrir grænlenskt samfélag og hve brýnt sé að stuðla að vexti og viðgangi tungunnar svo hún megi nýtast á öllum sviðum mannlífs og þjóðlífs,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Gert mikið fyrir grænlenska tungu Katti Frederiksen lauk meistaraprófi í grænlensku, bókmenntafræði og fjölmiðlafræði frá Háskólanum í Nuuk, Ilisimatusarfik, árið 2011, en hluta námsins tók hún við University of Alaska í Fairbanks. Þá hefur hún átt sæti í Málnefnd Grænlands og starfað til fjölda ára hjá Oqaasileriffik, Málráðs Grænlands, fyrst sem deildarstjóri en síðar sem framkvæmdastjóri. Árið 2020 varð hún svo mennta- og menningamálaráðherra Grænlands. „Með störfum sínum hjá Oqaasileriffik hefur Katti Frederiksen ásamt samstarfsfólki sínu fyrr og síðar lagt drjúgan skerf til verkefna sem er ætlað að efla og þróa grænlenska tungu og gera hana í stakk búna til að takast á við áskoranir á tímum þar sem allt veltur á þátttöku í og aðild að stafrænum lausnum.“ Heldur ótrauð áfram Að sögn mennta- og menningarráðuneytisins hefur Katti undirstrikað nauðsyn þess að börn og unglingar temji sér að tala og skrifa grænlensku til að styrkja sjálfsmynd Grænlendinga, vitund þeirra um eigin menningu og trú á framtíðina. „Ég er með ýmislegt á prjónunum sem snertir tungumál og bókmenntir og þess vegna skipta Vigdísarverðlaunin gríðarlega miklu máli fyrir þau verkefni sem eru fram undan. Þau hvetja mig til dáða og gefa mér þrótt til að halda ótrauð áfram í átt að því marki sem ég hef sett mér,“ sagði Katti Frederiksen í þakkarávarpi sínu þegar hún tók við verðlaununum. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum settu Vigdísarverðlaunin á fót í tilefni á af 90 ára afmæli Vigdísar í fyrra og þess að þá voru liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Að sögn ráðuneytisins er markmiðið með verðlaununum að heiðra og vekja athygli á lofsverðu framlagi Vigdísar til tungumála og menningar sem ætíð hafa verið henni afar hugleikin.
Grænland Vigdís Finnbogadóttir Menning Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent