„Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. apríl 2021 10:01 Ebba Guðný segir að það hafi verið sjokk að eignast dreng sem fæddist ekki með lappir en það hafi síðan í kjölfarið blessast og æfir sonur hennar til að mynda fótbolta í dag. vísir/vilhelm Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. „Þetta var vissulega sjokk. Við fengum að vita þetta í tuttugu vikna sónarnum. Það er alltaf sama stefið hjá okkur foreldrunum, maður er alltaf að hugsa um hvernig líf barnanna verður. Maður vill að þau eigi gott líf og helst ekkert mótlæti. Börnin manns eru í raun eins og maður sé með hjartað sitt einhvers staðar labbandi. Það var ekki vitað til þess að þetta hefði gerst áður á Íslandi og fólk klóraði sig bara í hausnum,“ segir Ebba og heldur áfram. Ómetanlegt að sjá hann hlaupa „Það var auðvitað mikið óöryggi sem er eðlilegt. Við eigum góða að og það er guðsgjöf,“ segir Ebba og nefnir til sögunnar suður-afríska spretthlauparann Oscar Pistorius og að hann hafi aðstoðað fjölskylduna ótrúlega mikið og í raun breytt miklu fyrir hana. „Við sjáum hann hlaupa á Ólympíuleikunum í Aþenu og bara það, þá fór maður að hugsa, þetta verður ábyggilega allt í lagi. Það var svo mikill léttir.“ Hún segir að í raun hafi alltaf allt gengið vel en að erfiðleikarnir hafi verið meiri þegar Hafliði var yngri. „Fyrir hann að venjast þessum fótum og fyrir Össur að læra inn á hann. Þeir höfðu heldur ekki verið með svona lítið barn sem var ekki með fætur. Ég fór í raun aldrei djúpt niður í kringum þetta og ég er frekar glaðsinna sem er mjög gott í svona aðstæðum. Hafliði er sterkur og dvelur ekki við fötlun sína. Hann er praktískur og það þýðir bara ekki neitt og þetta er ekkert að fara breytast,“ segir Ebba. Einkalífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. „Þetta var vissulega sjokk. Við fengum að vita þetta í tuttugu vikna sónarnum. Það er alltaf sama stefið hjá okkur foreldrunum, maður er alltaf að hugsa um hvernig líf barnanna verður. Maður vill að þau eigi gott líf og helst ekkert mótlæti. Börnin manns eru í raun eins og maður sé með hjartað sitt einhvers staðar labbandi. Það var ekki vitað til þess að þetta hefði gerst áður á Íslandi og fólk klóraði sig bara í hausnum,“ segir Ebba og heldur áfram. Ómetanlegt að sjá hann hlaupa „Það var auðvitað mikið óöryggi sem er eðlilegt. Við eigum góða að og það er guðsgjöf,“ segir Ebba og nefnir til sögunnar suður-afríska spretthlauparann Oscar Pistorius og að hann hafi aðstoðað fjölskylduna ótrúlega mikið og í raun breytt miklu fyrir hana. „Við sjáum hann hlaupa á Ólympíuleikunum í Aþenu og bara það, þá fór maður að hugsa, þetta verður ábyggilega allt í lagi. Það var svo mikill léttir.“ Hún segir að í raun hafi alltaf allt gengið vel en að erfiðleikarnir hafi verið meiri þegar Hafliði var yngri. „Fyrir hann að venjast þessum fótum og fyrir Össur að læra inn á hann. Þeir höfðu heldur ekki verið með svona lítið barn sem var ekki með fætur. Ég fór í raun aldrei djúpt niður í kringum þetta og ég er frekar glaðsinna sem er mjög gott í svona aðstæðum. Hafliði er sterkur og dvelur ekki við fötlun sína. Hann er praktískur og það þýðir bara ekki neitt og þetta er ekkert að fara breytast,“ segir Ebba.
Einkalífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp