Úrskurður siðanefndar RÚV í máli Helga Seljan endanlegur og verður ekki áfrýjað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 12:08 Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur svarað bón Helga Seljan fréttamanns, sem krafðist þess að úrskurður nefndarinnar í máli hans verði endurupptekinn, á þá leið að það sé ekki hægt. Nefndin kveðst ekki hafa neinar forsendur til að endurupptaka úrskurðinn, hann sé því endanlegur og verði ekki áfrýjað. Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels