Meistaradeildarsæti West Ham í hættu eftir tap gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2021 13:30 Joelinton skorar annað mark Newcastle eftir skelfileg mistök Lukasz Fabianski í marki West Ham. Owen Humphreys - Pool/Getty Images Newcastle krækti sér í þrjú mikilvæg stig með 3-2 sigri gegn West ham. Leikmenn Newcastle nýttu sér slæm mistök West Ham manna í fyrri hálfleik, en tíu leikmenn West Ham náðu að jafna leikinn áður en joe Willock skoraði sigurmarkið eftir rúma mínútu á vellinum. Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim. Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim.
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira