Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2021 13:04 Óðinshanahjón á góðri stundu en það eru „öfug kynhlutverk“ hjá óðinshana og þórshana, hún er skrautlegri og getur átt nokkrar karla, hann sér um álegu og ungauppeldi. Jóhann Óli Hilmarsson Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins. Það er alltaf gaman þegar farfuglarnir mæta til landsins enda merki um að vorið og sumarið sé á næstaleyti. Fuglarnir koma ýmist til að verpa hér eða stoppa stutt og næra sig áður en þeir halda ferð sinni áfram til Grænlands og heimskautaeyja Kanada til að verpa. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur segir að fjölmargar tegundir séu komnar nú þegar til Íslands eftir langt flug. „Við erum náttúrulega með heimsmethafann í farfuglaflugi hjá okkur en það er krían. Hún flýgur héðan úr norðuratlantshafinu, þær eru nú víðar en hér, til dæmis á Grænlandi, Skandinavíu og Svalbarða. Þær fljúga alveg pólanna á milli, fara í suðuríshafið og eru þar á veturna en taka svo góðan sveig hérna um Atlantshafið,“ segir Jóhann Óli. Alltaf er eitthvað af fuglum, sem örmagnast úr þreytu á leið sinni til Íslands. „Já, já, þetta er löng flugleið og erfitt fyrir lita smáfugla, sérstaklega getur veðrið tekið illa á móti þeim. Þeir reyna að velja gott veður þegar þeir leggja af stað og stíla upp á það að komast til landsins í sæmilegum byr en svo getur veðrið snúist við um leið og þá lenda þeir í hremmingum og mótvindi og geta dottið í sjóinn og drepist.“ En hvaða farfuglar eru seinastir að koma til landsins? „Óðinshani og þórshani, þeir frændur koma síðastir, þeir koma ekki fyrr en um miðjan maí og Þórshaninn, við vitum ekki enn þá hvaðan hann kemur, hann kemur seinna en hann er líka sjaldgæfur. Óðinshaninn er síðastur af þessum algengu fuglum,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, sem er búsettur á Stokkseyri að kíkja eftir fuglum með myndavélina í för.Aðsend Árborg Fuglar Veður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Það er alltaf gaman þegar farfuglarnir mæta til landsins enda merki um að vorið og sumarið sé á næstaleyti. Fuglarnir koma ýmist til að verpa hér eða stoppa stutt og næra sig áður en þeir halda ferð sinni áfram til Grænlands og heimskautaeyja Kanada til að verpa. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur segir að fjölmargar tegundir séu komnar nú þegar til Íslands eftir langt flug. „Við erum náttúrulega með heimsmethafann í farfuglaflugi hjá okkur en það er krían. Hún flýgur héðan úr norðuratlantshafinu, þær eru nú víðar en hér, til dæmis á Grænlandi, Skandinavíu og Svalbarða. Þær fljúga alveg pólanna á milli, fara í suðuríshafið og eru þar á veturna en taka svo góðan sveig hérna um Atlantshafið,“ segir Jóhann Óli. Alltaf er eitthvað af fuglum, sem örmagnast úr þreytu á leið sinni til Íslands. „Já, já, þetta er löng flugleið og erfitt fyrir lita smáfugla, sérstaklega getur veðrið tekið illa á móti þeim. Þeir reyna að velja gott veður þegar þeir leggja af stað og stíla upp á það að komast til landsins í sæmilegum byr en svo getur veðrið snúist við um leið og þá lenda þeir í hremmingum og mótvindi og geta dottið í sjóinn og drepist.“ En hvaða farfuglar eru seinastir að koma til landsins? „Óðinshani og þórshani, þeir frændur koma síðastir, þeir koma ekki fyrr en um miðjan maí og Þórshaninn, við vitum ekki enn þá hvaðan hann kemur, hann kemur seinna en hann er líka sjaldgæfur. Óðinshaninn er síðastur af þessum algengu fuglum,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, sem er búsettur á Stokkseyri að kíkja eftir fuglum með myndavélina í för.Aðsend
Árborg Fuglar Veður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira