Körfubolti

Elvar Már skoraði sextán stig í naumu tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Friðriksson skoraði 16 stig í litháensku deildinni í dag.
Elvar Friðriksson skoraði 16 stig í litháensku deildinni í dag. Alex Goodlett/Getty Images

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai töpuðu naumlega í litháensku deildinni í körfubolta í dag. Elvar Már skoraði 16 stig, tók þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar, en þurfti að sætta sig við eins stigs tap gegn Prienai, 90-89.

Siauliai voru lengi í gang og töpuðu fyrsta leikhlutanum með 12 stiga mun. Staðan 30-18 þegar fyrsti leikhluti var úti.

Elvar og félagar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og þegar flautað var til hálfleiks voru þeir búnir að minnka muninn í fimm stig.

Siauliai hélt áfram að saxa á forskotið og þegar komið var að fjórða leikhluta var munurinn aðeins eitt stig.

Prienai hélt út, en fjórði leikhluti fór 21-21 og lokatölur því 90-89, en Elvar og félagar leiddu 89-87 áður en Prienai skoraði seinustu þrjú stig leiksins.

Elvar og félagar hefðu jafnað Prienai í sjötta sæti í deildinni með sigri, en eru nú tveim sigrum á eftir þeim í sjöunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×