Naut réðst á vinnukonu á meðan bóndinn létti á sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. apríl 2021 06:16 Bóndinn sagði að konan hefði átt að gera sér grein fyrir hættunni sem stafaði af nautinu. Unsplash/Elmarie van Rooyen Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til ársins 2010 þegar naut réðist á konu í ónefndri sveit hér á landi. Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild. Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Konan stefndi bóndandum á bænum og Vátryggingafélagi Íslands árið 2018 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir. Bóndinn var sýknaður en VÍS dæmt til að greiða konunni fullar bætur. Atvik voru með þeim hætti að bóndinn, konan og sonur hennar voru í bíltúr en stoppuðu við nautgripagirðinguna. Bóndinn fór að „létta á sér“ en á meðan opnaði konan hlið og vissi ekki fyrr en naut hafði ráðist á hana. Sagði bóndann hafa beðið hana um að opna hliðið Þegar hann varð þessa var ók bóndinn bifreiðinni inn til að styggja nautin og hringdi síðan á 112. Konan var flutt með þyrlu til Reykjavíkur og reyndist meðal annars mjaðmagrindar- og rifbeinsbrot. Varanleg örorka var metin 3 prósent. Konan var vinnukona hjá bóndanum og var frásögn hennar á þá leið að hann hefði beðið hana um að opna hliðið, þar sem til hefði staðið að reka fé úr girðingunni. Bóndinn vildi hins vegar ekki kannast við að hafa beðið konuna um það og hélt því raunar fram að girðinginn væri með þeim hætti að engar líkur væru á því að fé gæti komist inn fyrir hana. Bóndinn var með landbúnaðartryggingu hjá VÍS, sem hafnaði í fyrstu bótaskyldu. Þegar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafði úrskurðað konunni í vil samþykkti tryggingafélagið hins vegar að greiða henni bætur en dró ætlaðar bætur úr slysatryggingu launþega frá. Bóndinn sýknaður en VÍS dæmt til að greiða að fullu Konan mótmælti frádrættinum á þeim forsendum að engin slysatrygging launþega væri til staðar þar sem bóndinn hafði ekki keypt slíka tryggingu. Þá taldi hún tjón sitt mega rekja til „ólögmætrar og saknæmrar háttsemi“ bóndans, sem hefði „vanrækt að veita stefnanda viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi það starf sem hún sinnti þegar slysið varð og ekki tryggt að fyllsta öryggis vær gætt.“ Bóndinn hélt því fram fyrir sitt leyti að hann ætti ekki aðild að málinu, þar sem hann væri ekki eigandi nautsins. Þá sagði hann slysið „óhappatilvik“ en ekki saknæma háttsemi. Enn fremur hefði slysið ekki átt sér stað á vinnutíma. Héraðsdómur tók undir sjónarmið bóndans og sýknaði hann af öllum kröfum á þeim forsendum að atvikið hefði ekki átt sér stað á vinnutíma og að ósannað væri að hann hefði beðið konuna um að opna hliðið. Slysið mætti því ekki rekja til saknæmrar háttsemi hans. Dómurinn sagði VÍS hins vegar hafa fallist á greiðsluskyldu með bindandi hætti og að þar sem ósannað væri að konan hefði verið að störfum þegar slysið átti sér stað væri ekki hægt að fallast á heimild VÍS til að draga bætur úr slysatryggingu launþega frá bótum. Málskostnaður aðila var látinn falla niður í héraðsdómi en bóndinn var dæmdur til að greiða málskostnað sinn fyrir Landsrétti. Dómurinn í heild.
Dómsmál Landbúnaður Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira