SaltPay segir upp starfsfólki Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 14:15 Alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay festi kaup á meirihluta í Borgun í fyrra. Vísir/Vilhelm Greiðslufyrirtækið SaltPay, áður Borgun, hefur ráðist í uppsagnir og hyggst fækka starfsfólki sínu umtalsvert hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hafa breytingarnar alls áhrif á um fjórðung starfsliðsins en verður sumum boðið að þiggja önnur störf hjá fyrirtækinu. Liggur því ekki endanlega fyrir hve margir missa vinnuna að svo stöddu en starfsfólki var tilkynnt um aðgerðirnar í dag. Í lok nóvember störfuðu 126 manns hjá félaginu hér á landi og má því ætla að skipulagsbreytingarnar hafi áhrif á um og yfir 30 manns. Eftir að SaltPay keypti ráðandi hlut í Borgun í fyrra hefur verið greint frá því að tíu starfsmönnum hafi verið sagt upp í júlí síðastliðnum, þrettán í september og 29 í nóvember. Fram kemur í tilkynningu frá SaltPay að nú sé aðallega um að ræða starfsfólk sem starfaði við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. Ákvörðunin er sögð ekki hafa nein áhrif á viðskiptavini SaltPay á Íslandi. Þurft að skipta út gömlu greiðslukerfi Gengið var frá kaupum alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay á tæplega 96% eignarhlut í Borgun í júlí í fyrra. Keypti félagið 63,5% hlut Íslandsbanka og 32,4% hlut Eignarhaldsfélagsins Borgun, sem er meðal annars í eigu Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis. Að sögn SaltPay hefur frá þeim tíma staðið yfir rýning á öllum kerfum fyrirtækisins og hafin þróun á nýjum lausnum. „Greiðslukerfi Borgunar var í grunninn byggt á kerfi sem orðið er hátt í fjörutíu ára gamalt og ljóst var frá upphafi að því þyrfti að skipta út. Sú vinna hefur staðið yfir og er komin á það stig að ekki verður þörf fyrir allt það starfsfólk sem sinnt hefur gamla kerfinu. Af þessu leiðir að fækkun verður á hugbúnaðarsviði, auk þess sem aukin sjálfvirkni og bætt tækni hefur áhrif til fækkunar á öðrum sviðum.“ „Rekstur fyrirtækisins hefur verið þungur á síðustu árum en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu þýða að ekki þurfi að koma til frekari uppsagna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Greiðslumiðlun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. 15. júlí 2020 17:20 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Ráku 10 en vilja ráða 60 Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans. 16. júlí 2020 13:18 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Liggur því ekki endanlega fyrir hve margir missa vinnuna að svo stöddu en starfsfólki var tilkynnt um aðgerðirnar í dag. Í lok nóvember störfuðu 126 manns hjá félaginu hér á landi og má því ætla að skipulagsbreytingarnar hafi áhrif á um og yfir 30 manns. Eftir að SaltPay keypti ráðandi hlut í Borgun í fyrra hefur verið greint frá því að tíu starfsmönnum hafi verið sagt upp í júlí síðastliðnum, þrettán í september og 29 í nóvember. Fram kemur í tilkynningu frá SaltPay að nú sé aðallega um að ræða starfsfólk sem starfaði við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. Ákvörðunin er sögð ekki hafa nein áhrif á viðskiptavini SaltPay á Íslandi. Þurft að skipta út gömlu greiðslukerfi Gengið var frá kaupum alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay á tæplega 96% eignarhlut í Borgun í júlí í fyrra. Keypti félagið 63,5% hlut Íslandsbanka og 32,4% hlut Eignarhaldsfélagsins Borgun, sem er meðal annars í eigu Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis. Að sögn SaltPay hefur frá þeim tíma staðið yfir rýning á öllum kerfum fyrirtækisins og hafin þróun á nýjum lausnum. „Greiðslukerfi Borgunar var í grunninn byggt á kerfi sem orðið er hátt í fjörutíu ára gamalt og ljóst var frá upphafi að því þyrfti að skipta út. Sú vinna hefur staðið yfir og er komin á það stig að ekki verður þörf fyrir allt það starfsfólk sem sinnt hefur gamla kerfinu. Af þessu leiðir að fækkun verður á hugbúnaðarsviði, auk þess sem aukin sjálfvirkni og bætt tækni hefur áhrif til fækkunar á öðrum sviðum.“ „Rekstur fyrirtækisins hefur verið þungur á síðustu árum en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu þýða að ekki þurfi að koma til frekari uppsagna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Greiðslumiðlun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. 15. júlí 2020 17:20 29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09 Ráku 10 en vilja ráða 60 Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans. 16. júlí 2020 13:18 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. 15. júlí 2020 17:20
29 starfsmönnum Borgunar sagt upp 29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 30. nóvember 2020 10:09
Ráku 10 en vilja ráða 60 Vísir fékk fjölmargar ábendingar um hreinsun í efstu lögum fyrirtækisins í gær, sem ekki var drepið á í tilkynningunni sem Borgun sendi frá sér um brotthvarf forstjórans. 16. júlí 2020 13:18