Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. apríl 2021 19:08 Stuðningsmenn Leeds mótmæltu nýrri Ofudeild með bolum sem þeir klæddust í kvöld. Lee Smith/Getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. Tólf félög standa að nýrri ofurdeild sem ætlað er að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu en Liverpool er eitt þessara liða. Sex af liðunum koma frá Englandi. Klopp var minntur á að fyrir ekki svo löngu sagðist hann ekki hafa áhuga á Ofurdeildinni. „Tilfinningar mínar hafa ekki breyst. Það hefur ekkert breyst. Ég heyrði fyrst af þessu í gær. Ég var að undirbúa mig fyrir erfiðan leik gegn Leeds,“ sagði Klopp. „Við fengum smá upplýsingar, en ekki mikið. Flest sem ég veit er úr blöðunum. Þetta er erfitt. Fólk er ekki ánægt og ég get skilið það.“ „Ég er 53 ára og síðan ég hef verið í atvinnufótbolta þá hefur Meistaradeildin verið starfandi. Draumurinn var alltaf að þjálfa lið þar. Ég hef ekkert á móti Meistaradeildinni.“ Jurgen Klopp to BBC Sport: “Remember: the most important parts of the club are the supporters and the team. And we should make sure nothing gets in the way of that”. 🚨 #SuperLeague #LFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 „Mér líkar við samkeppnina. Mér líkar við að West Ham gæti spilað í Meistaradeildinni. Ég vil ekki að það gerist því ég vil eiga möguleikann á því,“ sagði Klopp en Liverpool og West Ham berjast um fjórða sætið. „Það mikilvægasta í fótboltanum eru stuðningsmennirnir og liðið. Við verðum að sjá til þess að ekkert komi þar upp á milli.“ Hann sagðist hafa heyrt af stuðningsmönnum sem hefðu mótmælt með borðum með áletrunum við Anfield, heimavöll Liverpool. Hann áréttaði að leikmennirnir hefðu ekki gert neitt rangt. „Við verðum að standa saman og sýna að enginn gangi einn á þessum tímum. Á erfiðum tímapunkti verður fólk að standa saman. Leikmennirnir gerðu ekkert rangt. Ég verð að koma því á framfæri svo allir skilji það.“ Klopp skilur reiði stuðningsmanna sem mótmæltu meðal annars fyrir utan Elland Road í kvöld. „Ég skil þetta. Ég er í erfiðri stöðu. Ég hef ekki allar upplýsingarnar og veit ekki af hverju þessi tólf félög gerðu þetta,“ sagði Klopp. Leikur Leeds og Liverpool stendur nú yfir. 🚨 | Jurgen Klopp speaks about the European Super League...The #LFC manager explains his thoughts on the breakaway proposals and reveals him and his players were not consulted on the decision.Watch #MNF live on Sky Sports Premier League now! pic.twitter.com/DLSXeT1Lze— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Fleiri fréttir Misstu niður tveggja marka forystu Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Tólf félög standa að nýrri ofurdeild sem ætlað er að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu en Liverpool er eitt þessara liða. Sex af liðunum koma frá Englandi. Klopp var minntur á að fyrir ekki svo löngu sagðist hann ekki hafa áhuga á Ofurdeildinni. „Tilfinningar mínar hafa ekki breyst. Það hefur ekkert breyst. Ég heyrði fyrst af þessu í gær. Ég var að undirbúa mig fyrir erfiðan leik gegn Leeds,“ sagði Klopp. „Við fengum smá upplýsingar, en ekki mikið. Flest sem ég veit er úr blöðunum. Þetta er erfitt. Fólk er ekki ánægt og ég get skilið það.“ „Ég er 53 ára og síðan ég hef verið í atvinnufótbolta þá hefur Meistaradeildin verið starfandi. Draumurinn var alltaf að þjálfa lið þar. Ég hef ekkert á móti Meistaradeildinni.“ Jurgen Klopp to BBC Sport: “Remember: the most important parts of the club are the supporters and the team. And we should make sure nothing gets in the way of that”. 🚨 #SuperLeague #LFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 „Mér líkar við samkeppnina. Mér líkar við að West Ham gæti spilað í Meistaradeildinni. Ég vil ekki að það gerist því ég vil eiga möguleikann á því,“ sagði Klopp en Liverpool og West Ham berjast um fjórða sætið. „Það mikilvægasta í fótboltanum eru stuðningsmennirnir og liðið. Við verðum að sjá til þess að ekkert komi þar upp á milli.“ Hann sagðist hafa heyrt af stuðningsmönnum sem hefðu mótmælt með borðum með áletrunum við Anfield, heimavöll Liverpool. Hann áréttaði að leikmennirnir hefðu ekki gert neitt rangt. „Við verðum að standa saman og sýna að enginn gangi einn á þessum tímum. Á erfiðum tímapunkti verður fólk að standa saman. Leikmennirnir gerðu ekkert rangt. Ég verð að koma því á framfæri svo allir skilji það.“ Klopp skilur reiði stuðningsmanna sem mótmæltu meðal annars fyrir utan Elland Road í kvöld. „Ég skil þetta. Ég er í erfiðri stöðu. Ég hef ekki allar upplýsingarnar og veit ekki af hverju þessi tólf félög gerðu þetta,“ sagði Klopp. Leikur Leeds og Liverpool stendur nú yfir. 🚨 | Jurgen Klopp speaks about the European Super League...The #LFC manager explains his thoughts on the breakaway proposals and reveals him and his players were not consulted on the decision.Watch #MNF live on Sky Sports Premier League now! pic.twitter.com/DLSXeT1Lze— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Fleiri fréttir Misstu niður tveggja marka forystu Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira