Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2021 14:54 Staðið var að miklum mótmælum fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik Chelsea við Brighton í gærkvöld. Brighton er á meðal félaganna sem skoðar að refsa Chelsea auk hinna félaganna fimm fyrir þátttöku í stofnun Ofurdeildar Evrópu. EPA-EFE/NEIL HALL Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. Sky Sports hefur eftir heimildamönnum sínum innan enskra úrvalsdeildarliða að til skoðunar sé að refsa stóru félögunum sex, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, fyrir tilraunir sínar til stofnunnar Ofurdeildarinnar. Stofnunartilraunin sé skýrt brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar og skapa þurfi fordæmi sem fæli frá frekari tilraunir í framtíðinni. Reglan sem vísað er til - regla L9 - segir til um að hvert það félag sem hyggst ganga í nýja keppni þurfi til þess skriflegt leyfi frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar. Slíkt leyfi var ekki til staðar og því um skýrt brot á reglum deildarinnar að ræða. Þrátt fyrir að brot hafi átt sér stað eru skiptar skoðanir á meðal úrvalsdeildarfélaganna um mögulega refsingu. Stóru liðin sex skapa mestar tekjur fyrir deildina sem kemur hinum liðunum 14 til góða, auk þess sem Sky hefur eftir ónefndum stjórnarmanni úrvalsdeildarfélags að peningarefsing myndi að öllum líkindum koma niður á starfsmönnum félagsins, leikmönnum og þjálfurum, fremur en eigendunum sem stóðu að Ofurdeildinni. Óvíst er því hvort refsingar bíði stóru liðanna en leiða má líkur að því að reglur deildarinnar verði hertar. Félögin 14 funda frekar um málið í vikunni. Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31 Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Sky Sports hefur eftir heimildamönnum sínum innan enskra úrvalsdeildarliða að til skoðunar sé að refsa stóru félögunum sex, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, fyrir tilraunir sínar til stofnunnar Ofurdeildarinnar. Stofnunartilraunin sé skýrt brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar og skapa þurfi fordæmi sem fæli frá frekari tilraunir í framtíðinni. Reglan sem vísað er til - regla L9 - segir til um að hvert það félag sem hyggst ganga í nýja keppni þurfi til þess skriflegt leyfi frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar. Slíkt leyfi var ekki til staðar og því um skýrt brot á reglum deildarinnar að ræða. Þrátt fyrir að brot hafi átt sér stað eru skiptar skoðanir á meðal úrvalsdeildarfélaganna um mögulega refsingu. Stóru liðin sex skapa mestar tekjur fyrir deildina sem kemur hinum liðunum 14 til góða, auk þess sem Sky hefur eftir ónefndum stjórnarmanni úrvalsdeildarfélags að peningarefsing myndi að öllum líkindum koma niður á starfsmönnum félagsins, leikmönnum og þjálfurum, fremur en eigendunum sem stóðu að Ofurdeildinni. Óvíst er því hvort refsingar bíði stóru liðanna en leiða má líkur að því að reglur deildarinnar verði hertar. Félögin 14 funda frekar um málið í vikunni.
Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31 Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49
Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31
Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00