„Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 21:01 Á myndinni til vinstri má sjá hve bólgin Seia er í andlitinu nú samanborið við áður. Aðsend Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, er algjörlega ráðþrota og langþreytt eftir að hún lenti í því fyrir nokkrum mánuðum, eftir að dregin var úr henni tönn, að geta ekki lengur opnað munninn. Hún þjáist af heilkenni sem kallast trismus sem lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Þar að auki er hún mjög bólgin í andliti og er misslæm milli daga. „Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia. Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia.
Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira