90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 12:31 Stuðningsmenn Tottenham mótmæltu stjórn félagsins fyrir leik liðsins við Southampton í miðri viku. MB Media/Getty Images/Sebastian Frej Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. Tottenham var eitt sex enskra liða í tólf félaga hópi sem stóð að stofnunni, en hugmyndirnar voru fljótt skotnar niður af stuðningsmönnum víða um heim. Tottenham, líkt og fleiri liðanna, sögðu sig frá deildinni á þriðjudag. Stuðningsmannafélagið, Tottenham Hotspur Supporters' Trust, sem er lýðræðislega skipuð eining með það að markmiði að treysta sambandið milli félagsins og stuðningsmanna hélt félagafund í gærkvöld þar sem ofurdeildin var tekin fyrir. 90% fundarmanna kusu þar með því að kalla eftir afsögn stjórnar félagsins. Ákallið eftir afsögn er rökstudd með eftirfarandi hætti í yfirlýsingu hópsins: „Afleiðingar ákvörðunar þeirra um að reyna við stofnun þessarar deildar gæti nú leitt til þungra refsinga - stigafrádráttur, bann frá keppnum, fjársektir, eða aðrar refsingar,“ „Þeir tóku þátt í þessu vitandi það, og vitandi að þeir hættu á bann leikmanna frá alþjóðlegum keppnum.“ Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að félagið telji samband milli stuðningsmanna og félagsins vera varanlega brostið. Aðgerðirnar hafi valdið Tottenham alþjóðlegri niðurlægingu. Mikil pressa er á Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.Getty Images/Clive Rose Erfið vika er að baki hjá félaginu þar sem José Mourinho var vikið úr sæti knattspyrnustjóra síðasta laugardag. Stuðningsmenn eygja þó ljósglætu þar sem Tottenham hefur tök á að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2008 er það mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á morgun. Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 15:30 á morgun, sunnudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Tengdar fréttir Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46 Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
Tottenham var eitt sex enskra liða í tólf félaga hópi sem stóð að stofnunni, en hugmyndirnar voru fljótt skotnar niður af stuðningsmönnum víða um heim. Tottenham, líkt og fleiri liðanna, sögðu sig frá deildinni á þriðjudag. Stuðningsmannafélagið, Tottenham Hotspur Supporters' Trust, sem er lýðræðislega skipuð eining með það að markmiði að treysta sambandið milli félagsins og stuðningsmanna hélt félagafund í gærkvöld þar sem ofurdeildin var tekin fyrir. 90% fundarmanna kusu þar með því að kalla eftir afsögn stjórnar félagsins. Ákallið eftir afsögn er rökstudd með eftirfarandi hætti í yfirlýsingu hópsins: „Afleiðingar ákvörðunar þeirra um að reyna við stofnun þessarar deildar gæti nú leitt til þungra refsinga - stigafrádráttur, bann frá keppnum, fjársektir, eða aðrar refsingar,“ „Þeir tóku þátt í þessu vitandi það, og vitandi að þeir hættu á bann leikmanna frá alþjóðlegum keppnum.“ Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að félagið telji samband milli stuðningsmanna og félagsins vera varanlega brostið. Aðgerðirnar hafi valdið Tottenham alþjóðlegri niðurlægingu. Mikil pressa er á Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham.Getty Images/Clive Rose Erfið vika er að baki hjá félaginu þar sem José Mourinho var vikið úr sæti knattspyrnustjóra síðasta laugardag. Stuðningsmenn eygja þó ljósglætu þar sem Tottenham hefur tök á að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2008 er það mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á morgun. Úrslitaleikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 15:30 á morgun, sunnudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46 Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. 20. apríl 2021 12:46
Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01
Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54