Boða til viðræðna milli stríðandi fylkinga í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 08:22 Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja hafa boðað til viðræðna milli stríðandi fylkinga í Mjanmar og hafa krafist þess að ofbeldi hersins gegn almenningi verði stöðvað strax. EPA-EFE/MUCHLIS JR Leiðtogar Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, komust í gær að niðurstöðu um áætlun til að binda endi á ofbeldið sem skekið hefur Mjanmar undanfarna mánuði. Þetta gerðu þeir í samráði við Min Aung Hlaing, æðsta herforingja Mjanmar. Þá gerðu leiðtogarnir þá kröfu að ofbeldi og morðum á almennum borgurum yrði snarlega stöðvað og að pólitískum föngum verði sleppt. Aung Hlaing er ekki sagður hafa neitað þessari kröfu en heldur ekki hafa lofað því að fylgja henni. Þá boðuðu aðrir leiðtogar til sáttafunda milli herforingjastjórnarinnar og ríkisstjórnar Aung San Suu Kyi, sem var lýðræðislega kjörin í fyrra. Neyðarfundur leiðtoga Sambands Suðaustur-Asíuríkja fór fram í gær og stóð hann yfir í rúma tvo tíma í Jakarta á Indónesíu. „Ástandið í Mjanmar er óásættanlegt og á ekki að halda áfram. Ofbeldið verður að stöðva. Tryggja þarf lýðræði, stöðugleika og frið í Mjanmar,“ sagði Joko Widodo, forseti Indónesíu, eftir fundinn í gær. „Hagsmunir mjanmarska fólksins verður alltaf að vera í forgangi.“ Frá því að herinn rændi völdum þann 1. febrúar síðastliðinn hefur ofbeldi og sundrung ríkt í landinu. Ríkisstjórn og helstu andstæðingar hersins voru þegar handteknir og settir í gæsluvarðhald og hefur aðför að mótmælendum verið mikil. Herforingjastjórnin hefur ítrekað lýst yfir herlögum til að koma í veg fyrir að mótmælendur snúi aftur á götur úti og hafa meira en 700 almennir borgarar farist undanfarna tæpa þrjá mánuði. Skilaboð leiðtoga Asean á fundinum í gær er talin nokkuð óvenjuleg en meginviðmið sambandsins hefur ávallt verið það að sambandsríki ættu ekki að skipta sér af málum annarra sambandsríkja. Muhyiddin Yassin, forsætisráðherra Malasíu, tjáði sig um þetta meginviðmið eftir fundinn í gær og sagði að stefna ætti aldrei að leiða til aðgerðaleysis ef „friði, öryggi og stöðugleika Suðaustur-Asíu er ógnað.“ Mjanmar Tengdar fréttir Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37 Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Þá gerðu leiðtogarnir þá kröfu að ofbeldi og morðum á almennum borgurum yrði snarlega stöðvað og að pólitískum föngum verði sleppt. Aung Hlaing er ekki sagður hafa neitað þessari kröfu en heldur ekki hafa lofað því að fylgja henni. Þá boðuðu aðrir leiðtogar til sáttafunda milli herforingjastjórnarinnar og ríkisstjórnar Aung San Suu Kyi, sem var lýðræðislega kjörin í fyrra. Neyðarfundur leiðtoga Sambands Suðaustur-Asíuríkja fór fram í gær og stóð hann yfir í rúma tvo tíma í Jakarta á Indónesíu. „Ástandið í Mjanmar er óásættanlegt og á ekki að halda áfram. Ofbeldið verður að stöðva. Tryggja þarf lýðræði, stöðugleika og frið í Mjanmar,“ sagði Joko Widodo, forseti Indónesíu, eftir fundinn í gær. „Hagsmunir mjanmarska fólksins verður alltaf að vera í forgangi.“ Frá því að herinn rændi völdum þann 1. febrúar síðastliðinn hefur ofbeldi og sundrung ríkt í landinu. Ríkisstjórn og helstu andstæðingar hersins voru þegar handteknir og settir í gæsluvarðhald og hefur aðför að mótmælendum verið mikil. Herforingjastjórnin hefur ítrekað lýst yfir herlögum til að koma í veg fyrir að mótmælendur snúi aftur á götur úti og hafa meira en 700 almennir borgarar farist undanfarna tæpa þrjá mánuði. Skilaboð leiðtoga Asean á fundinum í gær er talin nokkuð óvenjuleg en meginviðmið sambandsins hefur ávallt verið það að sambandsríki ættu ekki að skipta sér af málum annarra sambandsríkja. Muhyiddin Yassin, forsætisráðherra Malasíu, tjáði sig um þetta meginviðmið eftir fundinn í gær og sagði að stefna ætti aldrei að leiða til aðgerðaleysis ef „friði, öryggi og stöðugleika Suðaustur-Asíu er ógnað.“
Mjanmar Tengdar fréttir Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37 Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37
Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03
Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51