Forsetinn segir ekki ljóst að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 14:02 Milos Zeman, forseti Tékklands. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Milos Zeman, forseti Tékklands, sagði í dag að enn sé ekki víst hvort að rússneskir leyniþjónustumenn hafi borið ábyrgð á sprengingu sem varð í vopnageymslu landinu árið 2014. Hann sagði einnig möguleika á því að sprengingin hafi aðeins verið slys og ekki megi skjóta loku fyrir þá kenningu. Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi. Tékkland Rússland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi.
Tékkland Rússland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira