Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2021 02:39 Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell. John Wilson/Netflix Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík birtust fyrir augum líklega milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim og sungu Husavik með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem spilað var í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar. Myndbandið var tekið á dögunum við höfnina í Húsavík þar sem stúlkurnar efnilegu klæddust fallegum lopapeysum og sungu afar fallega. Í myndinni sjálfri var það hins vegar Rachel McAdams sem „söng“ lagið í kvikmyndinni sem skotin var að hluta á Húsavík. Fjölmargir íslenskir leikarar fóru með aukahlutverk í myndinni og bregður fyrir í myndbandinu að neðan. Það var lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah sem stóð uppi sem sigurvegari á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri. Lögin sem tilnefnd voru í keppninni voru: Fight for you, úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah. Tónlistina sömdu H.E.R. og Dernst Emile II en textana H.E.R. og Tiara Thomas. Hear my voice, úr kvikmyndinni The Trial of the Chicago 7. Daniel Pemberton samdi lagið og nauð aðstoðar Celeste Waite með textasmíð. Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Savan Kotecha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson sömdu lag og texta. Io Sí (SEEN) úr kvikmyndinni The Life Ahead (La Vita Davanti a Se). Diane Warren samdi tónlistina og naut aðstoðar Lauru Pausini með textasmíð. Speak Now úr kvikmyndinni One Night in Miami... Tónlistina sömdu Leslie Odom, Jr. og Sam Ashworth. Fréttin verður uppfærð. Óskarinn Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík birtust fyrir augum líklega milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim og sungu Husavik með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem spilað var í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar. Myndbandið var tekið á dögunum við höfnina í Húsavík þar sem stúlkurnar efnilegu klæddust fallegum lopapeysum og sungu afar fallega. Í myndinni sjálfri var það hins vegar Rachel McAdams sem „söng“ lagið í kvikmyndinni sem skotin var að hluta á Húsavík. Fjölmargir íslenskir leikarar fóru með aukahlutverk í myndinni og bregður fyrir í myndbandinu að neðan. Það var lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah sem stóð uppi sem sigurvegari á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri. Lögin sem tilnefnd voru í keppninni voru: Fight for you, úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah. Tónlistina sömdu H.E.R. og Dernst Emile II en textana H.E.R. og Tiara Thomas. Hear my voice, úr kvikmyndinni The Trial of the Chicago 7. Daniel Pemberton samdi lagið og nauð aðstoðar Celeste Waite með textasmíð. Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Savan Kotecha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson sömdu lag og texta. Io Sí (SEEN) úr kvikmyndinni The Life Ahead (La Vita Davanti a Se). Diane Warren samdi tónlistina og naut aðstoðar Lauru Pausini með textasmíð. Speak Now úr kvikmyndinni One Night in Miami... Tónlistina sömdu Leslie Odom, Jr. og Sam Ashworth. Fréttin verður uppfærð.
Óskarinn Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Tengdar fréttir Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12 Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00
Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. 17. apríl 2021 09:12
Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. 7. apríl 2021 15:24