Almennar bólusetningar dragast saman vegna COVID-19 Heimsljós 27. apríl 2021 09:53 UNICEF/Dejongh Mislinga- og lömunarveikifaraldur gæti brotist út vegna fækkunar almennra bólusetninga í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins. Að mati Sameinuðu þjóðanna er ástæða til að óttast mislinga- og lömunarveikifaraldur vegna afleiðinga COVID-19. Þessa stundina skyggja bólusetningar við COVID-19, eins og við er að búast, á allar aðrar bólusetningar, segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Nú stendur yfir Alþjóða bólusetningarvikan, dagana 24. til 30. apríl, þar sem meðal annars er bent á þær hættur sem fylgja því að bólusetningum hefur fækkað. Könnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í júlí á síðasta ári benti til að almennum bólusetningum barna í heiminum hefði stórfækkað. Fyrstu fjóra mánuði síðasta árs hafði sérstaklega fækkað bólusetningum við barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (DTP3). Þetta var í fyrsta skipti sem kíghósta-bólusetningum fækkaði milli ára. Þar að auki fengu ríflega 80 milljónir barna, ársgömul eða yngri, ekki bóluefni við fyrirbyggjanlegum sjúkdómum á borð við mislinga og lömunarveiki. Helmingsfækkun varð á bólusetningum. Í fréttinni kemur fram að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi valdið heilbrigðiskerfinu miklum skakkaföllum víða um heim, meðal annars varðandi bólusetningar. Samkvæmt könnun WHO og UNICEF hafði dregið úr bólusetningum vegna COVID-19 í þremur fjórðu hlutum þeirra áttatíu og tveggja ríkja sem könnunin náði til. „Jafnvel þar sem ástandið var best átti fólk í erfiðleikum með að komast á þá stað þar bólusetningar voru gerðar,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að óumflýjanlegt sé að fjöldi óbólusettra barna sem muni deyja. Þau verði hugsanlega fleiri en látið hafa lífið af völdum heimsfaraldursins. Ákall um brýnar aðgerðir COVID-19 hefur aukið enn á vandann við reglubundnar bólusetningar. UNICEF og WHO hafa brugðist við með því að hjálpa ríkjum til að viðhalda bólusetningum. Stofnanirnar tvær gáfu út ákall í nóvember 2020 um brýnar aðgerðir til að koma í veg fyrir mislinga- og lömunarveikifaraldra. „Bólusetningar eru skilvirkasta vopn í sögu lýðheilsu. Þær bjarga 2-3 milljónum mannslífa á ári og brýnt er að aðgerðir gegn einni lýðheilsuvá verði ekki á kostnað annarrar,“ segja Sameinuðu þjóðirnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Að mati Sameinuðu þjóðanna er ástæða til að óttast mislinga- og lömunarveikifaraldur vegna afleiðinga COVID-19. Þessa stundina skyggja bólusetningar við COVID-19, eins og við er að búast, á allar aðrar bólusetningar, segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Nú stendur yfir Alþjóða bólusetningarvikan, dagana 24. til 30. apríl, þar sem meðal annars er bent á þær hættur sem fylgja því að bólusetningum hefur fækkað. Könnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í júlí á síðasta ári benti til að almennum bólusetningum barna í heiminum hefði stórfækkað. Fyrstu fjóra mánuði síðasta árs hafði sérstaklega fækkað bólusetningum við barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (DTP3). Þetta var í fyrsta skipti sem kíghósta-bólusetningum fækkaði milli ára. Þar að auki fengu ríflega 80 milljónir barna, ársgömul eða yngri, ekki bóluefni við fyrirbyggjanlegum sjúkdómum á borð við mislinga og lömunarveiki. Helmingsfækkun varð á bólusetningum. Í fréttinni kemur fram að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi valdið heilbrigðiskerfinu miklum skakkaföllum víða um heim, meðal annars varðandi bólusetningar. Samkvæmt könnun WHO og UNICEF hafði dregið úr bólusetningum vegna COVID-19 í þremur fjórðu hlutum þeirra áttatíu og tveggja ríkja sem könnunin náði til. „Jafnvel þar sem ástandið var best átti fólk í erfiðleikum með að komast á þá stað þar bólusetningar voru gerðar,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að óumflýjanlegt sé að fjöldi óbólusettra barna sem muni deyja. Þau verði hugsanlega fleiri en látið hafa lífið af völdum heimsfaraldursins. Ákall um brýnar aðgerðir COVID-19 hefur aukið enn á vandann við reglubundnar bólusetningar. UNICEF og WHO hafa brugðist við með því að hjálpa ríkjum til að viðhalda bólusetningum. Stofnanirnar tvær gáfu út ákall í nóvember 2020 um brýnar aðgerðir til að koma í veg fyrir mislinga- og lömunarveikifaraldra. „Bólusetningar eru skilvirkasta vopn í sögu lýðheilsu. Þær bjarga 2-3 milljónum mannslífa á ári og brýnt er að aðgerðir gegn einni lýðheilsuvá verði ekki á kostnað annarrar,“ segja Sameinuðu þjóðirnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent