Solskjær um ummæli sín um Roma: „Ekki virðingarleysi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. apríl 2021 07:01 Ole Gunnar Solskjær vonast til að koma Manchester United skrefi nær úrslitaleik í kvöld. Getty/Matthew Peters Fyrir nokkru síðan sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, að hann þekkti ekki Roma-liðið og vissi ekki hvað biði United í Evrópudeildinni. Þessi ummæli lét hann falla eftir síðari leikinn gegn Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en stuðningsmenn Roma voru allt annað en sáttir við þetta. Þeir hengdu borða upp fyrir utan æfingasvæði Roma í gær, fyrir brottför liðsins til Englands, þar sem var mynd af Solskjær og leikmennirnir hvattir til þess að láta hann muna eftir Roma. Á blaðamannafundi gærdagsins var Solskjær svo spurður út í þessi ummæli og þar fékk Norðmaðurinn tækifæri til þess að útskýra mál sitt. „Auðvitað hafði ég séð þá spila en ég hafði ekki greint þá og farið ítarlega yfir þá,“ sagði Solskjær við Sky Sports. „Þetta er frábært félag með mikla sögu. Ég er með tvær treyjur heima frá Totti og De Rossi sem ég skipti við þá. Ég þekki sögu þeirra og gæði.“ „Chris Smalling var þarna á síðasta ári svo við fylgdumst með. Nú höfum við greint þá og við erum klárir.“ „Þetta var ekki virðingarleysi á neinn hátt og ég held að allir viti það. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim,“ bætti Solskjær við. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á Old Trafford í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ole Gunnar Solskjaer says he 'meant no disrespect' to Roma after 'I don't know them' comments https://t.co/933NZkBGYV— MailOnline Sport (@MailSport) April 28, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Þessi ummæli lét hann falla eftir síðari leikinn gegn Granada í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en stuðningsmenn Roma voru allt annað en sáttir við þetta. Þeir hengdu borða upp fyrir utan æfingasvæði Roma í gær, fyrir brottför liðsins til Englands, þar sem var mynd af Solskjær og leikmennirnir hvattir til þess að láta hann muna eftir Roma. Á blaðamannafundi gærdagsins var Solskjær svo spurður út í þessi ummæli og þar fékk Norðmaðurinn tækifæri til þess að útskýra mál sitt. „Auðvitað hafði ég séð þá spila en ég hafði ekki greint þá og farið ítarlega yfir þá,“ sagði Solskjær við Sky Sports. „Þetta er frábært félag með mikla sögu. Ég er með tvær treyjur heima frá Totti og De Rossi sem ég skipti við þá. Ég þekki sögu þeirra og gæði.“ „Chris Smalling var þarna á síðasta ári svo við fylgdumst með. Nú höfum við greint þá og við erum klárir.“ „Þetta var ekki virðingarleysi á neinn hátt og ég held að allir viti það. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim,“ bætti Solskjær við. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á Old Trafford í kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ole Gunnar Solskjaer says he 'meant no disrespect' to Roma after 'I don't know them' comments https://t.co/933NZkBGYV— MailOnline Sport (@MailSport) April 28, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira