Stöð 2 Sport áfram með íslenska boltann Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2021 09:01 Íslandsmeistarar Vals verða á Stöð 2 Sport í sumar og þar verður Íslandsmótið í fótbolta fram til ársins 2026 hið minnsta. vísir/vilhelm Úrvalsdeildir karla og kvenna í fótbolta verða áfram á Stöð 2 Sport að minnsta kosti næstu fimm árin eftir að Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, ákvað að ganga til samninga við Sýn, sem á og rekur Stöð 2 Sport. ÍTF sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis í dag. Stöð 2 hefur verið með sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu frá árinu 1997 og mun sýna íslenska boltann á stöðvum sínum í sumar. Samningsgerðin nú er svo vegna tímabilanna frá 2022 til 2026. Í tilkynningu ÍTF segir að fjölmargir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt því áhuga að fá sýningarréttinn frá Pepsi Max-deildunum, eins og úrvalsdeildirnar heita í dag. „Reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport“ hafi hins vegar ráðið úrslitum um við hvaða aðila var ákveðið að semja. Aðilar hafa nú fimm vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður um útsendingar frá bikarkeppnunum og næstefstu deildum standa nú yfir við aðra aðila en Sýn, samkvæmt tilkynningu ÍTF. Síðar á árinu verður samið um streymis-, nafna- og útsendingarétt erlendis. Fréttatilkynning ÍTF: Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum. ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar hf. Pepsi Max-deild karla Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sjáðu veglegan upphitunarþátt Pepsi Max stúkunnar Gummi Ben hitaði ásamt góðum gestum rækilega upp fyrir tímabilið sem er að hefjast í Pepsi Max deild karla í fótbolta, í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Þáttinn má nú sjá í heild sinni hér á Vísi. 29. apríl 2021 08:46 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
ÍTF sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis í dag. Stöð 2 hefur verið með sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu frá árinu 1997 og mun sýna íslenska boltann á stöðvum sínum í sumar. Samningsgerðin nú er svo vegna tímabilanna frá 2022 til 2026. Í tilkynningu ÍTF segir að fjölmargir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt því áhuga að fá sýningarréttinn frá Pepsi Max-deildunum, eins og úrvalsdeildirnar heita í dag. „Reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport“ hafi hins vegar ráðið úrslitum um við hvaða aðila var ákveðið að semja. Aðilar hafa nú fimm vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður um útsendingar frá bikarkeppnunum og næstefstu deildum standa nú yfir við aðra aðila en Sýn, samkvæmt tilkynningu ÍTF. Síðar á árinu verður samið um streymis-, nafna- og útsendingarétt erlendis. Fréttatilkynning ÍTF: Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum. ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar hf.
Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum. ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust.
Pepsi Max-deild karla Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sjáðu veglegan upphitunarþátt Pepsi Max stúkunnar Gummi Ben hitaði ásamt góðum gestum rækilega upp fyrir tímabilið sem er að hefjast í Pepsi Max deild karla í fótbolta, í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Þáttinn má nú sjá í heild sinni hér á Vísi. 29. apríl 2021 08:46 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Sjáðu veglegan upphitunarþátt Pepsi Max stúkunnar Gummi Ben hitaði ásamt góðum gestum rækilega upp fyrir tímabilið sem er að hefjast í Pepsi Max deild karla í fótbolta, í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Þáttinn má nú sjá í heild sinni hér á Vísi. 29. apríl 2021 08:46