Sigurvegarar síðasta sumars: Ólafur Örn fór í örast allra í tæklingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 15:15 Ólafur Örn Eyjólfsson á ferðinni með boltann í leik HK og Breiðabliks í Kórnum í fyrra. Vísir/Bára Það var fjör í kringum Ólaf Örn Eyjólfsson í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. HK-ingurinn Ólafur Örn Eyjólfsson hikaði ekki við að fara í tæklingar í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. Þegar upp var staðið þá leið styðstur tími á milli tæklinga hjá Ólafi Erni af öllum leikmönnum deildarinnar. Ólafur Örn fór alls í 54 tæklingar á 491 mínútu samkvæmt skráningu Wyscout sem þýðir að hann fór 9,9 sinnum í tæklingar á hverjar níutíu mínútur sem hann spilaði. Ólafur toppaði algjörlega í 1-0 tapleik á móti verðandi Íslandsmeisturum í Val í lok ágúst þegar hann fór alls í sextán tæklingar. Ólafur vann reyndar aðeins bara sjö af þessum sextán tæklingum í Valsleiknum og vann í heildina aðeins 46,3 prósent tæklinga sem hann fór í. Næstu á eftir Ólafi Erni var Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson sem fór í 9,66 tæklingar á hverjar níutíu mínútu. Alex Þór fór þó í mun fleiri tæklingar í heildina eða alls 153 og vann líka 54,9 prósent þeirra. Þriðji var síðan Gróttumaðurinn Óskar Jónsson. Fjölnismenn fóru annars í flestar tæklingar og voru þar með mikla yfirburði. Grafarvogspiltar fóru alls í 1342 tæklingar en í öðru sæti var Fylkir með 1210 tæklingar. HK-menn fóru aftur á móti í fæstar tæklingar allra liða eða 1009 talsins. Einu minna en ÍA. Ólafur Örn Eyjólfsson spilaði bara þrjátíu prósent af mínútum í boði því annars hefðu þær eflaust verið miklu fleiri. Leikmenn sem fóru örast í tæklingar í Pepsi Max deild karla 2020: 1. Ólafur Örn Eyjólfsson, HK 9,9 sinnum á hverjar 90 mínútur 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 9,66 sinnum 3. Óskar Jónsson, Gróttu 9,55 4. Péter Zachán, Fjölni 9,33 5. Nikulás Val Gunnarsson, Fylki 9,31 6. Haukur Páll Sigurðsson, Val 9,20 7. Aron Bjarnason, Val 9,07 8. Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 9,01 9. Valgeir Valgeirsson, HK 8,99 10. Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki 8,88 Vísir hefur skoðað tölfræði Wyscout úr Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar og komist að því hvaða menn sköruðu fram úr í deildinni í sérstökum tölfræðiþáttum. Í síðustu vikunni fyrir nýtt Íslandsmót er nú ætlunin að skoða eitthvað af þessum topplistum sem fá flestir vanalega ekki mikla athygli í fjölmiðlum en eru mikilvægur þáttur í baráttunni inn á vellinum. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sigurvegarar síðasta sumars: Sölvi Geir besti tæklari deildarinnar Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. 27. apríl 2021 15:31 Sigurvegarar síðasta sumars: Djair reyndi oftast að sóla menn Djair Parfitt-Williams var óhræddur við það að taka menn á í Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar. 28. apríl 2021 15:31 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. HK-ingurinn Ólafur Örn Eyjólfsson hikaði ekki við að fara í tæklingar í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. Þegar upp var staðið þá leið styðstur tími á milli tæklinga hjá Ólafi Erni af öllum leikmönnum deildarinnar. Ólafur Örn fór alls í 54 tæklingar á 491 mínútu samkvæmt skráningu Wyscout sem þýðir að hann fór 9,9 sinnum í tæklingar á hverjar níutíu mínútur sem hann spilaði. Ólafur toppaði algjörlega í 1-0 tapleik á móti verðandi Íslandsmeisturum í Val í lok ágúst þegar hann fór alls í sextán tæklingar. Ólafur vann reyndar aðeins bara sjö af þessum sextán tæklingum í Valsleiknum og vann í heildina aðeins 46,3 prósent tæklinga sem hann fór í. Næstu á eftir Ólafi Erni var Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson sem fór í 9,66 tæklingar á hverjar níutíu mínútu. Alex Þór fór þó í mun fleiri tæklingar í heildina eða alls 153 og vann líka 54,9 prósent þeirra. Þriðji var síðan Gróttumaðurinn Óskar Jónsson. Fjölnismenn fóru annars í flestar tæklingar og voru þar með mikla yfirburði. Grafarvogspiltar fóru alls í 1342 tæklingar en í öðru sæti var Fylkir með 1210 tæklingar. HK-menn fóru aftur á móti í fæstar tæklingar allra liða eða 1009 talsins. Einu minna en ÍA. Ólafur Örn Eyjólfsson spilaði bara þrjátíu prósent af mínútum í boði því annars hefðu þær eflaust verið miklu fleiri. Leikmenn sem fóru örast í tæklingar í Pepsi Max deild karla 2020: 1. Ólafur Örn Eyjólfsson, HK 9,9 sinnum á hverjar 90 mínútur 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 9,66 sinnum 3. Óskar Jónsson, Gróttu 9,55 4. Péter Zachán, Fjölni 9,33 5. Nikulás Val Gunnarsson, Fylki 9,31 6. Haukur Páll Sigurðsson, Val 9,20 7. Aron Bjarnason, Val 9,07 8. Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 9,01 9. Valgeir Valgeirsson, HK 8,99 10. Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki 8,88 Vísir hefur skoðað tölfræði Wyscout úr Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar og komist að því hvaða menn sköruðu fram úr í deildinni í sérstökum tölfræðiþáttum. Í síðustu vikunni fyrir nýtt Íslandsmót er nú ætlunin að skoða eitthvað af þessum topplistum sem fá flestir vanalega ekki mikla athygli í fjölmiðlum en eru mikilvægur þáttur í baráttunni inn á vellinum.
Leikmenn sem fóru örast í tæklingar í Pepsi Max deild karla 2020: 1. Ólafur Örn Eyjólfsson, HK 9,9 sinnum á hverjar 90 mínútur 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 9,66 sinnum 3. Óskar Jónsson, Gróttu 9,55 4. Péter Zachán, Fjölni 9,33 5. Nikulás Val Gunnarsson, Fylki 9,31 6. Haukur Páll Sigurðsson, Val 9,20 7. Aron Bjarnason, Val 9,07 8. Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 9,01 9. Valgeir Valgeirsson, HK 8,99 10. Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki 8,88
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Sigurvegarar síðasta sumars: Sölvi Geir besti tæklari deildarinnar Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. 27. apríl 2021 15:31 Sigurvegarar síðasta sumars: Djair reyndi oftast að sóla menn Djair Parfitt-Williams var óhræddur við það að taka menn á í Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar. 28. apríl 2021 15:31 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sigurvegarar síðasta sumars: Sölvi Geir besti tæklari deildarinnar Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. 27. apríl 2021 15:31
Sigurvegarar síðasta sumars: Djair reyndi oftast að sóla menn Djair Parfitt-Williams var óhræddur við það að taka menn á í Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar. 28. apríl 2021 15:31