Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2021 15:05 Búlgarar eru reiðir yfir ummælum rússneskra embættismanna um að Búlgaría sé einhverskonar leppríki Evrópusambandsins. Getty/Artur Widak Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008. Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þetta var tilkynnt eftir að ríkissaksóknari Búlgaríu tilkynnti í gær að verið væri að rannsaka fjórar sprengingar í vopnaverksmiðjum í landinu á árunum 2011 til 2020 og tilvik þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir þremur Búlgörum á undanförnum árum. Á blaðamannafundi í gær kom fram að tengsl hefðu fundist milli þessara atvika og Rússlands og grunur léki á að markmið sprenginganna hefði verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Úkraínu og Georgíu. Sofia Globe vitnar í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar sem segir að Ekaterina Zahaieva, utanríkisráðherra, hafi rætt ítarlega við sendiherra Rússlands í Búlgaríu í dag. Hún hafi gagnrýnt ummæli rússneskra embættismanna í rússneskum fjölmiðlum um að Búlgaría væri leppur Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrann mun hafa sagt sendiherranum að þó Búlgaría væri í ESB og starfaði með NATO þýddi það ekki að Búlgaría væri einhverskonar leppríki. Yfirvöld Búlgaríu vinni eingöngu í hag Búlgara. Þá sagði hún sendiherranum að Rússar ættu að láta af aðgerðum sem færu gegn Vínarsamningin um milliríkjasamskipti. Sprengingarnar sagðar tengjast umdeildri sveit GRU Sprengingarnar sem eru til rannsóknar eru taldar tengjast sprengingu sem varð í Tékklandi árið 2014. Yfirvöld þar í landi vísuðu nýverið átján rússneskum erindrekum úr landi eftir að vísbendingar litu dagsins ljós sem tengja umdeilda sveit í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) við sprenginguna. Sömu mennirnir og voru ákærðir fyrir að hafa eitrað fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi árið 2018 eru sakaðir um að hafa komið að sprengingunni. Þeir eru taldir tilheyra sérstakri deild í GRU sem séð hefur um skemmdarverk og launmorð í Evrópu á undanförnum árum. Deildin kallast Unit 29155. Siyka Mileva, talskona ríkissaksóknara Búlgaríu, sagði í gær að rannsakendur teldu tengsl á milli áðurnefndra sprenginga og eitrunar vopnasalans Emilian Gebrev árið 2015, samkvæmt frétt DW. Gebrev átti vopnageymsluna sem sprakk í loft upp í Tékklandi árið 2014. Sönnunargögnin bendi til þess að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir vopnasendingar til Georgíu og Úkraínu og búið væri að bendla sex rússneska borgara við atvikin. Rússar hafa staðið í beinum og óbeinum átökum við Úkraínumenn frá 2014, þegar Rússland innlimaði Krímskaga af Úkraínu með herafli. Þá hefur einnig verið mikil spenna milli Rússlands og Georgíu frá því ríkin áttu í stuttu stríði árið 2008.
Búlgaría Rússland Tékkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira