Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2021 18:27 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að línur væru teknar að skýrast í flugmálum og jákvæðari teikn nú á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi en voru fyrir nokkrum vikum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar reiknar til að mynda með að Íslendingar ferðist frekar innanlands í sumar eins og í fyrra, í það minnsta til að byrja með. „Það eru svona líkur á því, við sjáum það í „trendunum“ í kringum okkur en eftir þennan faraldur, þegar er að vinnast úr honum er líklegra að fólk fari rólegra af stað í ferðalög milli landa.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Þegar líður á sumarið gæti þróunin þó orðið eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum. „En við sjáum það líka til dæmis í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem bólusetningar eru komnar mjög vel á veg. Þar eru þeir sem eru bólusettir og með vottorð um að hafa áður fengið veiruna, þeir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og ég hugsa að það verði eins á Íslandi, að við getum búist við því að íslendingar fari að leita út eftir því sem fleiri verða bólusettir.“ Stjórnvöld kynntu í gær nýja fimm þúsund króna ferðagjöf sem gildir út sumarið. Jóhannes telur hana mikilvæga innspýtingu. „Við sáum það í fyrra að ferðagjöfin var ofboðslega góð hvatning fyrir Íslendinga til að fara út og nýta sér það sem var í boði og nýta þá gjöfina til að fylla upp í kostnaðinn. Við búumst við að það verði eins núna og það er afskaplega jákvætt að það sé búið að endurnýja ferðagjöfina.“ Er hægt að nýta ferðagjöfina til að kaupa flugmiða til útlanda? „Nei, það á ekki að vera hægt. Ferðagjöfin er ætluð til ferðalaga innanlands og það er eins núna og áður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01 Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að línur væru teknar að skýrast í flugmálum og jákvæðari teikn nú á lofti í ferðaþjónustu á Íslandi en voru fyrir nokkrum vikum. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar reiknar til að mynda með að Íslendingar ferðist frekar innanlands í sumar eins og í fyrra, í það minnsta til að byrja með. „Það eru svona líkur á því, við sjáum það í „trendunum“ í kringum okkur en eftir þennan faraldur, þegar er að vinnast úr honum er líklegra að fólk fari rólegra af stað í ferðalög milli landa.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Arnar Þegar líður á sumarið gæti þróunin þó orðið eins og hún hefur verið í Bandaríkjunum. „En við sjáum það líka til dæmis í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem bólusetningar eru komnar mjög vel á veg. Þar eru þeir sem eru bólusettir og með vottorð um að hafa áður fengið veiruna, þeir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og ég hugsa að það verði eins á Íslandi, að við getum búist við því að íslendingar fari að leita út eftir því sem fleiri verða bólusettir.“ Stjórnvöld kynntu í gær nýja fimm þúsund króna ferðagjöf sem gildir út sumarið. Jóhannes telur hana mikilvæga innspýtingu. „Við sáum það í fyrra að ferðagjöfin var ofboðslega góð hvatning fyrir Íslendinga til að fara út og nýta sér það sem var í boði og nýta þá gjöfina til að fylla upp í kostnaðinn. Við búumst við að það verði eins núna og það er afskaplega jákvætt að það sé búið að endurnýja ferðagjöfina.“ Er hægt að nýta ferðagjöfina til að kaupa flugmiða til útlanda? „Nei, það á ekki að vera hægt. Ferðagjöfin er ætluð til ferðalaga innanlands og það er eins núna og áður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18 Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01 Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. 30. apríl 2021 12:18
Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. 16. mars 2021 07:01
Íslendingar gífurlega gistiglaðir innanlands í fyrra Gistinóttum Íslendinga á hótelum á landsbyggðinni fjölgaði margfallt á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Fleiri Íslendingar bóka hótel fyrr á þessu ári en í fyrra. 17. febrúar 2021 20:15