Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur heilbrigðs lýðræðis Heimsljós 3. maí 2021 14:00 Matt Chesin/ UNSplash „Upplýsingar sem almannagæði" er yfirskrift alþjóðlegs dags fjölmiðlafrelsis. Í dag, 3. maí, halda Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO, mennta-, vísinda og menningarstofnun samtakanna alþjóðlegan dag fjölmiðlafrelsis (World Press Freedom Day). Að þessu sinni er þema dagsins ”Upplýsingar sem almannagæði.” „Þetta er brýnt málefni fyrir öll ríki hvar sem þau eru í heiminum. Þetta þema er viðurkenning á samskiptakerfi sem er sífelldum breytingum undirorpið. Það hefur áhrif á heilsu okkar, mannréttindi, lýðræði og sjálfbæra þróun,“ segir í frétt á Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Þar segir enn fremur að frelsi fjölmiðla fari þverrandi um heim allan. Á sama tíma hafi þörfin fyrir óháða, kjarkmikla og djarfa fjölmiðla sjaldan verið meiri. „ Á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis, 3. maí, fögnum við hugrökkum blaðamönnum sem vinna í þágu almannahagsmuna,“ segir í fréttinni. „Þegar Blaðamenn án landamæra gáfu út síðasta lista sinn yfir fjölmiðlafrelsi kom á daginn að fjölmiðlafrelsi er skert í 73% þeirra 180 ríkja og landsvæða sem úttektin náði til. Þar sem frelsi hefur verið skert hefur aðgangur almennings og blaðamanna að upplýsingum minnkað. Rannsóknarblaðamennsku kunna að vera mikil takmörk sett.“ Minnt er á að blaðamenn hafi týnt lífi sínu vegna starfa sinna. „Þetta er alvarleg ógnun við frelsi fjölmiðla í heiminum. Frá 1993 hafa 1450 blaðamenn verið drepnir að sögn UNESCO. Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er áminning til ríkisstjórna um að virða skuldbindingar sínar um frelsi fjölmiðla,“ segir í fréttinni. Þema alþjóðlega dagsins að þessu sinni snýst um almannagæði. Með því er minnt á að standa þurfi vörð um mikilvægi þess að litið sé á upplýsingar sem almannagæði. Kanna beri með hvaða hætti er hægt að greiða fyrir framleiðslu, dreifingu og móttöku efnis til þess að efla blaðamennsku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Fjölmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Í dag, 3. maí, halda Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO, mennta-, vísinda og menningarstofnun samtakanna alþjóðlegan dag fjölmiðlafrelsis (World Press Freedom Day). Að þessu sinni er þema dagsins ”Upplýsingar sem almannagæði.” „Þetta er brýnt málefni fyrir öll ríki hvar sem þau eru í heiminum. Þetta þema er viðurkenning á samskiptakerfi sem er sífelldum breytingum undirorpið. Það hefur áhrif á heilsu okkar, mannréttindi, lýðræði og sjálfbæra þróun,“ segir í frétt á Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Þar segir enn fremur að frelsi fjölmiðla fari þverrandi um heim allan. Á sama tíma hafi þörfin fyrir óháða, kjarkmikla og djarfa fjölmiðla sjaldan verið meiri. „ Á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis, 3. maí, fögnum við hugrökkum blaðamönnum sem vinna í þágu almannahagsmuna,“ segir í fréttinni. „Þegar Blaðamenn án landamæra gáfu út síðasta lista sinn yfir fjölmiðlafrelsi kom á daginn að fjölmiðlafrelsi er skert í 73% þeirra 180 ríkja og landsvæða sem úttektin náði til. Þar sem frelsi hefur verið skert hefur aðgangur almennings og blaðamanna að upplýsingum minnkað. Rannsóknarblaðamennsku kunna að vera mikil takmörk sett.“ Minnt er á að blaðamenn hafi týnt lífi sínu vegna starfa sinna. „Þetta er alvarleg ógnun við frelsi fjölmiðla í heiminum. Frá 1993 hafa 1450 blaðamenn verið drepnir að sögn UNESCO. Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er áminning til ríkisstjórna um að virða skuldbindingar sínar um frelsi fjölmiðla,“ segir í fréttinni. Þema alþjóðlega dagsins að þessu sinni snýst um almannagæði. Með því er minnt á að standa þurfi vörð um mikilvægi þess að litið sé á upplýsingar sem almannagæði. Kanna beri með hvaða hætti er hægt að greiða fyrir framleiðslu, dreifingu og móttöku efnis til þess að efla blaðamennsku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Fjölmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent