Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:05 Eldgos í Geldingadölum við Fagradalsfjall Vísir/Vilhelm Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira