Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Þ. 85-100 | Annar leikhlutinn gerði gæfumuninn fyrir Þór Gunnar Gunnarsson skrifar 3. maí 2021 21:57 Haukar - Þór þ. Dominos deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍ Þór Þorlákshöfn Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Frábær annar leikhluti lagði grunninn að 85-100 sigri Þórs Þorlákshafnar á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik karla í kvöld. Hattarmenn náðu þó að setja spennu í leikinn áður en fjórði leikhluti hófst. Gestirnir úr Þorlákshöfn settu strax tóninn fyrir hraðan leik. Í fyrsta leikhluta voru þeim mislagðar hendur, töpuðu boltanum níu sinnum og nýttu aðeins eitt af níu þriggja stiga skotum. Það sem bjargaði þeim var að Hetti gekk lítið betur þannig staðan var 17-18 eftir fyrsta leikhluta. Hjá Hattarliðinu tapaðist boltinn sjö sinnum og aðeins eitt fimm þriggja stiga skota rataði ofan í. Sókn eftir sókn óðu liðin upp og hentu boltanum út af. Leikur Þórs lagaðist í öðrum leikhluta. Hann var áfram hraður og boltinn gekk hratt en að þessu sinni í hendur samherja. Þá fóru þriggja stiga skotin fóru að detta alls sjö talsins sem skilaði liðinu 21 stigi af þeim 33 sem það skoraði í fjórðungnum. Það valtaði líka yfir Hött í fráköstum, í hálfleik voru þau orðin 30 talsins hjá Þór, þarf af níu varnarfráköst en Höttur hafði tekið tólf alls, þar af eitt í sókn. Eins munaði miklu um ágenga vörn Þórs sem varð til þess að heimaliðið hvorki fann lausa samherja, hvað þá opin skot sem birtist í því að skotnýting liðsins var 36% í hálfleik. Þetta varð til þess munurinn í leikhléi var 19 stig, 32-51. Í þriðja leikhluta kviknaði á Hattarliðinu. Fyrst stal Mallory boltanum og tróð. Síðan sýndi Sigurður Gunnar Þorsteinsson mikla baráttu, þrátt fyrir að vera kominn með fjórar villur og í þriðja lagi var Dino Stipcic lunkinn við að finna samherja sína í sókninni og stela boltanum í vörninni. Alls sendi hann níu stoðsendingar í leiknum og náði boltanum fimm sinnum. Aftur voru Þórsarar farnir að tapa boltanum og smám saman saxaðist á forskotið. Þegar leikhlutanum lauk var munurinn kominn niður í sex stig 64-70. Þór tókst að hægja á sókn Hattar og hélt 6-8 stiga forskoti framan af fjórða leikhluta. Þegar Sigurður Gunnar fékk sína fimmtu villu um miðjan leikhluta fjaraði á ný undan Hetti og Þór vann með 15 stigum. Tölfræðin dreifðist nokkuð vel hjá gestunum. Callum Lawson skoraði 20 stig og þeir Halldór Garðar Hermannsson og Larry Thomas 16 hvor, auk þess sem Thomas sendi 8 stoðendingar og tók 6 fráköst. Hjá Hetti varð Michael Mallory stigahæstur með 27 stig. Hvað réði úrslitum? Þór vann annan leikhluta 33-15. Þar með var brekkan orðin verulega brött fyrir Hött. Hvað gekk vel? Annar leikhluti hjá Þór, til dæmis sjö þriggja stiga körfur og þriðji leikhluti Hattar. En gestirnir náðu að ráða ferðinni. Höttur hefur spilað sterka vörn og náð að hægja leiki niður, þarna náði Þór að keyra upp hraðann eins og liðið vill. Hvað gekk illa? Annar leikhluti Hattar. Sóknarleikurinn fór í baklás, leikmenn fundu ekki samherja, létu króa sig af og fóru upp í vond skot eða hreinlega misstu boltann. En Þórsarar vilja sennilega líka laga hluti hjá sér, 24 tapaðir boltar í leik eru of mikið. Hvað næst? Þór er nú komið með tveggja stiga forskot á Stjörnuna í öðru sætinu og á eftir leiki gegn Þór Akureyri og Njarðvík, sem eru í neðri hlutanum. Bæði þurfa þó sigra til að forðast fall. Staða Hattar er orðin snúin og á algjöran lykilleik í vikunni gegn Haukum í Hafnarfirði. Liðin eru jöfn í fallsætunum með 12 stig, 2 stigum frá Njarðvík og fjórum frá Þór og ÍR. Það lið sem vinnur þann leik eygir von meðan hitt verður í vonlítilli stöðu. Viðar Örn: Vildum vera til í þriðja leikhluta Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, vildi lítið ræða aðra leikhluta en þann þriðja eftir 85-100 tap liðsins fyrir Þór Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. „Mér fannst frammistaðan mjög góð í þriðja leikhluta,“ svaraði Viðar, aðspurður um mat hans á frammistöðu Hattar og endurtók svarið þegar bent var á að þannig hefði liðið ekki verið annars í leiknum. „Við þurfum að byggja á honum. Við getum verið þetta góðir og þurfum á því að halda í næsta leik,“ bætti hann svo við. Gestirnir úr Þorlákshöfn voru með 19 stiga forskot í hálfleik en það var komið niður í sex stig fyrir fjórða leikhlutann. „Ég held ég hafi ekki sagt neitt sérstakt í leikhléi, það hefur þó örugglega verið gáfulegra en fyrir leikinn miðað við frammistöðuna. „Við fórum að sækja betur á þá, vorum í betra jafnvægi, það kom orka og vilji í varnarleikinn auk þess sem menn vildu vera til og spila körfubolta í Hattarbúningunum. Það var munurinn.“ Höttur mætir Haukum í miklum fallbaráttu leik á fimmtudagskvöld. „Við þurfum að setja saman fjóra góða leikhluta og þar með góðan leik til að vinna,“ sagði Viðar að lokum. Lárus: Megum ekki tapa boltanum svona oft Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, lagði áherslu á að liðið gæti ekki gert sig sekt um jafn mörg tæknimistök og liðið gerði það mætti Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þótt það ynni leikinn 85-100. „Mér fannst þetta rosalega sveiflukenndur leikur. Við vorum töluvert betri í öðrum leikhluta, spiluðum flotta og fína vörn en hleyptum Hetti inn í leikinn í þriðja leikhluta. Við töpuðum níu boltum, (Michael) Mallory stal boltum og fékk lay-up, þar til höfðum við haft góðar gætur á honum og þegar menn finna netið verður róðurinn þungur. Höttur spilaði vel og komst inn í leikinn þannig mér fannst við heppnir að sleppa með sigurinn. Það var ákveðinn vendipunktur þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór út af (með fimm villur í fjórða leikhluta). Hann var búinn að vera mjög aðgangsharður, stal boltanum ofarlega eða hreinlega tók boltann af okkur undir körfunni. Það hefur áhrif þegar svona sterkur póstur hverfur,“ sagði Lárus eftir leikinn. Þórsliðið spilaði hraðan leik og þá fylgja gjarnan mistök en þau voru of mörg fyrir smekk Lárusar. „Við viljum spila hratt og líður betur við það en viljum gera mistökin við að keyra að körfunni en ekki henda boltanum í hendurnar á andstæðingunum. Við getum sætt okkur við að tapa boltanum í 12-14% sókna okkar en þetta hlutfall var miklu hærra í dag. Ég er óánægður með að hafa misst boltann 24 sinnum oftast vegna kæruleysis. Við getum ekki sætt okkur við það.“ Eftir leiki kvöldsins er Þór komið með tveggja stiga forskot á Stjörnuna í öðru sæti deildarinnar. Liðið á eftir tvo leiki, gegn Þór Akureyri og Njarðvík. „Við förum í þessa leiki til vinna og verða betri áður en kemur að úrslitakeppninni. Vonandi náum við að laga það sem ég er óánægður með eftir leikinn í kvöld.“ Dominos-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn
Frábær annar leikhluti lagði grunninn að 85-100 sigri Þórs Þorlákshafnar á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik karla í kvöld. Hattarmenn náðu þó að setja spennu í leikinn áður en fjórði leikhluti hófst. Gestirnir úr Þorlákshöfn settu strax tóninn fyrir hraðan leik. Í fyrsta leikhluta voru þeim mislagðar hendur, töpuðu boltanum níu sinnum og nýttu aðeins eitt af níu þriggja stiga skotum. Það sem bjargaði þeim var að Hetti gekk lítið betur þannig staðan var 17-18 eftir fyrsta leikhluta. Hjá Hattarliðinu tapaðist boltinn sjö sinnum og aðeins eitt fimm þriggja stiga skota rataði ofan í. Sókn eftir sókn óðu liðin upp og hentu boltanum út af. Leikur Þórs lagaðist í öðrum leikhluta. Hann var áfram hraður og boltinn gekk hratt en að þessu sinni í hendur samherja. Þá fóru þriggja stiga skotin fóru að detta alls sjö talsins sem skilaði liðinu 21 stigi af þeim 33 sem það skoraði í fjórðungnum. Það valtaði líka yfir Hött í fráköstum, í hálfleik voru þau orðin 30 talsins hjá Þór, þarf af níu varnarfráköst en Höttur hafði tekið tólf alls, þar af eitt í sókn. Eins munaði miklu um ágenga vörn Þórs sem varð til þess að heimaliðið hvorki fann lausa samherja, hvað þá opin skot sem birtist í því að skotnýting liðsins var 36% í hálfleik. Þetta varð til þess munurinn í leikhléi var 19 stig, 32-51. Í þriðja leikhluta kviknaði á Hattarliðinu. Fyrst stal Mallory boltanum og tróð. Síðan sýndi Sigurður Gunnar Þorsteinsson mikla baráttu, þrátt fyrir að vera kominn með fjórar villur og í þriðja lagi var Dino Stipcic lunkinn við að finna samherja sína í sókninni og stela boltanum í vörninni. Alls sendi hann níu stoðsendingar í leiknum og náði boltanum fimm sinnum. Aftur voru Þórsarar farnir að tapa boltanum og smám saman saxaðist á forskotið. Þegar leikhlutanum lauk var munurinn kominn niður í sex stig 64-70. Þór tókst að hægja á sókn Hattar og hélt 6-8 stiga forskoti framan af fjórða leikhluta. Þegar Sigurður Gunnar fékk sína fimmtu villu um miðjan leikhluta fjaraði á ný undan Hetti og Þór vann með 15 stigum. Tölfræðin dreifðist nokkuð vel hjá gestunum. Callum Lawson skoraði 20 stig og þeir Halldór Garðar Hermannsson og Larry Thomas 16 hvor, auk þess sem Thomas sendi 8 stoðendingar og tók 6 fráköst. Hjá Hetti varð Michael Mallory stigahæstur með 27 stig. Hvað réði úrslitum? Þór vann annan leikhluta 33-15. Þar með var brekkan orðin verulega brött fyrir Hött. Hvað gekk vel? Annar leikhluti hjá Þór, til dæmis sjö þriggja stiga körfur og þriðji leikhluti Hattar. En gestirnir náðu að ráða ferðinni. Höttur hefur spilað sterka vörn og náð að hægja leiki niður, þarna náði Þór að keyra upp hraðann eins og liðið vill. Hvað gekk illa? Annar leikhluti Hattar. Sóknarleikurinn fór í baklás, leikmenn fundu ekki samherja, létu króa sig af og fóru upp í vond skot eða hreinlega misstu boltann. En Þórsarar vilja sennilega líka laga hluti hjá sér, 24 tapaðir boltar í leik eru of mikið. Hvað næst? Þór er nú komið með tveggja stiga forskot á Stjörnuna í öðru sætinu og á eftir leiki gegn Þór Akureyri og Njarðvík, sem eru í neðri hlutanum. Bæði þurfa þó sigra til að forðast fall. Staða Hattar er orðin snúin og á algjöran lykilleik í vikunni gegn Haukum í Hafnarfirði. Liðin eru jöfn í fallsætunum með 12 stig, 2 stigum frá Njarðvík og fjórum frá Þór og ÍR. Það lið sem vinnur þann leik eygir von meðan hitt verður í vonlítilli stöðu. Viðar Örn: Vildum vera til í þriðja leikhluta Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, vildi lítið ræða aðra leikhluta en þann þriðja eftir 85-100 tap liðsins fyrir Þór Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. „Mér fannst frammistaðan mjög góð í þriðja leikhluta,“ svaraði Viðar, aðspurður um mat hans á frammistöðu Hattar og endurtók svarið þegar bent var á að þannig hefði liðið ekki verið annars í leiknum. „Við þurfum að byggja á honum. Við getum verið þetta góðir og þurfum á því að halda í næsta leik,“ bætti hann svo við. Gestirnir úr Þorlákshöfn voru með 19 stiga forskot í hálfleik en það var komið niður í sex stig fyrir fjórða leikhlutann. „Ég held ég hafi ekki sagt neitt sérstakt í leikhléi, það hefur þó örugglega verið gáfulegra en fyrir leikinn miðað við frammistöðuna. „Við fórum að sækja betur á þá, vorum í betra jafnvægi, það kom orka og vilji í varnarleikinn auk þess sem menn vildu vera til og spila körfubolta í Hattarbúningunum. Það var munurinn.“ Höttur mætir Haukum í miklum fallbaráttu leik á fimmtudagskvöld. „Við þurfum að setja saman fjóra góða leikhluta og þar með góðan leik til að vinna,“ sagði Viðar að lokum. Lárus: Megum ekki tapa boltanum svona oft Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, lagði áherslu á að liðið gæti ekki gert sig sekt um jafn mörg tæknimistök og liðið gerði það mætti Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þótt það ynni leikinn 85-100. „Mér fannst þetta rosalega sveiflukenndur leikur. Við vorum töluvert betri í öðrum leikhluta, spiluðum flotta og fína vörn en hleyptum Hetti inn í leikinn í þriðja leikhluta. Við töpuðum níu boltum, (Michael) Mallory stal boltum og fékk lay-up, þar til höfðum við haft góðar gætur á honum og þegar menn finna netið verður róðurinn þungur. Höttur spilaði vel og komst inn í leikinn þannig mér fannst við heppnir að sleppa með sigurinn. Það var ákveðinn vendipunktur þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór út af (með fimm villur í fjórða leikhluta). Hann var búinn að vera mjög aðgangsharður, stal boltanum ofarlega eða hreinlega tók boltann af okkur undir körfunni. Það hefur áhrif þegar svona sterkur póstur hverfur,“ sagði Lárus eftir leikinn. Þórsliðið spilaði hraðan leik og þá fylgja gjarnan mistök en þau voru of mörg fyrir smekk Lárusar. „Við viljum spila hratt og líður betur við það en viljum gera mistökin við að keyra að körfunni en ekki henda boltanum í hendurnar á andstæðingunum. Við getum sætt okkur við að tapa boltanum í 12-14% sókna okkar en þetta hlutfall var miklu hærra í dag. Ég er óánægður með að hafa misst boltann 24 sinnum oftast vegna kæruleysis. Við getum ekki sætt okkur við það.“ Eftir leiki kvöldsins er Þór komið með tveggja stiga forskot á Stjörnuna í öðru sæti deildarinnar. Liðið á eftir tvo leiki, gegn Þór Akureyri og Njarðvík. „Við förum í þessa leiki til vinna og verða betri áður en kemur að úrslitakeppninni. Vonandi náum við að laga það sem ég er óánægður með eftir leikinn í kvöld.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum