Nýtt umhverfi kallar á nýjar lausnir HR Monitor 4. maí 2021 15:00 Harpa Sjöfn Lárusdóttir skrifstofu-og mannauðsfulltrúi hjá 66°Norður. „Þetta ár hefur verið mjög krefjandi og erfitt fyrir alla. Heimsfaraldurinn hefur leitt til þess að við höfum staðið frammi fyrir nýjum áskorunum," segir mannauðsfulltrúi 66°Norður. Harpa Sjöfn Lárusdóttir skrifstofu-og mannauðsfulltrúi hjá 66°Norður hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2005, í verslun þeirra í Kringlunni. Hún tók fljótlega við sem verslunarstjóri, fór seinna yfir á fjármálasvið þar til hún tók við þeirri stöðu sem hún nú gegnir fyrir fyrirtækið. „66°Norður er framsækið fyrirtæki og ég er stolt af því að tilheyra því hæfileikaríka teymi sem starfar fyrir fyrirtækið. Ég er mjög þakklát stjórnendum fyrir að hafa trú á mér og gefa mér tækifæri til að vaxa í starfi.“ Eins og gefur að skilja er mikið líf og fjör í fyrirtækinu núna, enda mikið að gera hjá þeim á þessum árstíma. „Það er mikið að gera í verslunum okkar og erum við eins og áður búin að ráða inn starfsfólk til að takast á við aukin viðskipti í verslunum. Við höfum einnig aukið við okkur í þjónustuverinu svo við getum svarað þeim fjölda viðskiptavina sem hafa samband við okkur. Heilsan sett í forgrunn Harpa Sjöfn segir að á álagstímum sé mikilvægt að huga að orkunni. 66°Norður Akademían er concept sem við erum mjög stolt af en þar erum við að stuðla að hreyfingu, vellíðan og þjálfun starfsfólks. Við höfum verið með ótrúlega margar og hvetjandi áskoranir á síðustu misserum í gegnum Akademíuna til að stuðla að bættri heilsu starfsfólks. Núna erum við að bjóða uppá hópatíma einu sinni í viku í World Class og Absolute Training æfingar á Workplace sem hver og einn getur gert heima hjá sér þegar það hentar. Frábærar æfingar fyrir líkama og sál. Við erum reglulega með hreyfiáskoranir þar sem við hvetjum fólk til að hreyfa sig 4 x 30 MIN á einni viku. Starfsfólk getur deilt myndum af sér eða leiðinni sem það fór á Workplace og hvatt vinnufélaga til að gera slíkt hið sama. Svo drögum við út ein heppinn sem fær glaðning. Mjög skemmtilegt og hvetjandi. Hvaða máli skiptir að huga að mannauðnum í dag? „Þetta ár hefur verið mjög krefjandi og erfitt fyrir alla. Heimsfaraldurinn hefur leitt til þess að við höfum staðið frammi fyrir nýjum áskorunum. Það hefur sýnt sig að það skiptir máli að við séum að huga að mannauðinum. Við eins og aðrir höfum þurft að bregðast hratt við breyttum aðstæðum og aðlaga okkur að tilmælum stjórnvalda hverju sinni. Við höfum reynt að finna nýjar leiðir til að efla liðsheildina til að mynda með heilsuáskorunum. Þar sáum við tækifæri þar sem allir gátu tekið þátt sama hvar þeir voru staðsettir og allir geta gert eins mikið og þeir treysta sér til. Við fundum vel fyrir því síðasta vor og sumar hvað við fengum góða þátttöku og við upplifðum að við vorum að hvetja fólk. Það er svo mikilvægt að halda áfram að fylgjast með líðan starfsfólks samhliða breyttum starfsaðstæðum næstu mánuði. Í öllu þessu er mikilvægt að gera allt sem við getum til að fólki líði sem best, einnig ef einhverjum líður ekki vel að við séum með úrræði til að takast á við það. 66°Norður hefur verið í samstarfi við Heilsuvernd og hefur það samstarf gengið mjög vel. Við höfum gert ýmislegt nýtt á nýliðnu ári til að koma til móts við starfsfólk. Þar má sem dæmi nefna aukinn sveigjanleika en við höfum fundið lausnir fyrir þá sem geta ekki unnið að heiman sem og aðstoðað þá sem vinna heima að koma upp aðstöðu.“ HR Monitor gefur góða mynd af stöðunni Harpa Sjöfn segir mánaðarlegar HR Monitor mælingar gefa góða mynd af stöðu mála í fyrirtækinu. „Mælingarnar gefa okkur góða sýn á hvernig hjartað slær í fyrirtækinu. Hvernig fólkinu líður og hverju það er að kalla eftir. Með þessu móti getum við brugðist hraðar við. Það skiptir máli að stjórnendur leggi áherslu á þetta tól og nýti það markvisst til að gera betur. Fjölmörg úrbótaverkefni hafa farið af stað út frá ábendingum úr HR Monitor. Á síðasta stjórnendadegi var farið yfir það sem hefði mátt gera betur út frá niðurstöðum og ákveðin hugmyndavinna átti sér stað sem skilaði sér svo í betri stöðu í næstu mælingum.“ Vilja fagna góðum árangri saman Áttu skemmtilega sögu af mælitækinu og hvernig það hefur nýst ykkur? „Við höfum séð miklar framfarir eftir að við tókum upp HR Monitor, breytingar á áherslum stjórnenda sem fólkið kann að meta. Í hverjum mánuði fara stjórnendur yfir niðurstöður með sínu fólki og svo á stjórnendafundi, þar sem skoðað er hvað er hægt að gera betur. Þegar kórónuveiran skall á var kallað eftir meira upplýsingaflæði. Við brugðumst við því og forstjórinn bætti við lifandi streymisfundum á innri vefnum okkar (e workplace). Þetta hafði góð áhrif og við fundum fyrir mikilli ánægju með það.“ Harpa Sjöfn segir mikilvægt að fyrirtæki í umhverfinu sem þau starfa séu eins sjálfbær og völ er á. „Við þurfum að finna leiðir til að gera betur gagnvart fólkinu okkar, umhverfinu, jafnréttismálum, efnahagsmálum og að gefa til baka til samfélagsins.“ Ef þú ættir þér eina ósk fyrir nýtt ár og mannauðinn ykkar, hver væri hún? „Ósk mín er sú að það gangi vel að bólusetja þjóðina á árinu og að samstarfsfólk geti fagnað góðum árangri saman. Enda er fólkið búið að standa sig svo ótrúlega vel á þessum krefjandi tíma.“ Mannauðsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Harpa Sjöfn Lárusdóttir skrifstofu-og mannauðsfulltrúi hjá 66°Norður hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2005, í verslun þeirra í Kringlunni. Hún tók fljótlega við sem verslunarstjóri, fór seinna yfir á fjármálasvið þar til hún tók við þeirri stöðu sem hún nú gegnir fyrir fyrirtækið. „66°Norður er framsækið fyrirtæki og ég er stolt af því að tilheyra því hæfileikaríka teymi sem starfar fyrir fyrirtækið. Ég er mjög þakklát stjórnendum fyrir að hafa trú á mér og gefa mér tækifæri til að vaxa í starfi.“ Eins og gefur að skilja er mikið líf og fjör í fyrirtækinu núna, enda mikið að gera hjá þeim á þessum árstíma. „Það er mikið að gera í verslunum okkar og erum við eins og áður búin að ráða inn starfsfólk til að takast á við aukin viðskipti í verslunum. Við höfum einnig aukið við okkur í þjónustuverinu svo við getum svarað þeim fjölda viðskiptavina sem hafa samband við okkur. Heilsan sett í forgrunn Harpa Sjöfn segir að á álagstímum sé mikilvægt að huga að orkunni. 66°Norður Akademían er concept sem við erum mjög stolt af en þar erum við að stuðla að hreyfingu, vellíðan og þjálfun starfsfólks. Við höfum verið með ótrúlega margar og hvetjandi áskoranir á síðustu misserum í gegnum Akademíuna til að stuðla að bættri heilsu starfsfólks. Núna erum við að bjóða uppá hópatíma einu sinni í viku í World Class og Absolute Training æfingar á Workplace sem hver og einn getur gert heima hjá sér þegar það hentar. Frábærar æfingar fyrir líkama og sál. Við erum reglulega með hreyfiáskoranir þar sem við hvetjum fólk til að hreyfa sig 4 x 30 MIN á einni viku. Starfsfólk getur deilt myndum af sér eða leiðinni sem það fór á Workplace og hvatt vinnufélaga til að gera slíkt hið sama. Svo drögum við út ein heppinn sem fær glaðning. Mjög skemmtilegt og hvetjandi. Hvaða máli skiptir að huga að mannauðnum í dag? „Þetta ár hefur verið mjög krefjandi og erfitt fyrir alla. Heimsfaraldurinn hefur leitt til þess að við höfum staðið frammi fyrir nýjum áskorunum. Það hefur sýnt sig að það skiptir máli að við séum að huga að mannauðinum. Við eins og aðrir höfum þurft að bregðast hratt við breyttum aðstæðum og aðlaga okkur að tilmælum stjórnvalda hverju sinni. Við höfum reynt að finna nýjar leiðir til að efla liðsheildina til að mynda með heilsuáskorunum. Þar sáum við tækifæri þar sem allir gátu tekið þátt sama hvar þeir voru staðsettir og allir geta gert eins mikið og þeir treysta sér til. Við fundum vel fyrir því síðasta vor og sumar hvað við fengum góða þátttöku og við upplifðum að við vorum að hvetja fólk. Það er svo mikilvægt að halda áfram að fylgjast með líðan starfsfólks samhliða breyttum starfsaðstæðum næstu mánuði. Í öllu þessu er mikilvægt að gera allt sem við getum til að fólki líði sem best, einnig ef einhverjum líður ekki vel að við séum með úrræði til að takast á við það. 66°Norður hefur verið í samstarfi við Heilsuvernd og hefur það samstarf gengið mjög vel. Við höfum gert ýmislegt nýtt á nýliðnu ári til að koma til móts við starfsfólk. Þar má sem dæmi nefna aukinn sveigjanleika en við höfum fundið lausnir fyrir þá sem geta ekki unnið að heiman sem og aðstoðað þá sem vinna heima að koma upp aðstöðu.“ HR Monitor gefur góða mynd af stöðunni Harpa Sjöfn segir mánaðarlegar HR Monitor mælingar gefa góða mynd af stöðu mála í fyrirtækinu. „Mælingarnar gefa okkur góða sýn á hvernig hjartað slær í fyrirtækinu. Hvernig fólkinu líður og hverju það er að kalla eftir. Með þessu móti getum við brugðist hraðar við. Það skiptir máli að stjórnendur leggi áherslu á þetta tól og nýti það markvisst til að gera betur. Fjölmörg úrbótaverkefni hafa farið af stað út frá ábendingum úr HR Monitor. Á síðasta stjórnendadegi var farið yfir það sem hefði mátt gera betur út frá niðurstöðum og ákveðin hugmyndavinna átti sér stað sem skilaði sér svo í betri stöðu í næstu mælingum.“ Vilja fagna góðum árangri saman Áttu skemmtilega sögu af mælitækinu og hvernig það hefur nýst ykkur? „Við höfum séð miklar framfarir eftir að við tókum upp HR Monitor, breytingar á áherslum stjórnenda sem fólkið kann að meta. Í hverjum mánuði fara stjórnendur yfir niðurstöður með sínu fólki og svo á stjórnendafundi, þar sem skoðað er hvað er hægt að gera betur. Þegar kórónuveiran skall á var kallað eftir meira upplýsingaflæði. Við brugðumst við því og forstjórinn bætti við lifandi streymisfundum á innri vefnum okkar (e workplace). Þetta hafði góð áhrif og við fundum fyrir mikilli ánægju með það.“ Harpa Sjöfn segir mikilvægt að fyrirtæki í umhverfinu sem þau starfa séu eins sjálfbær og völ er á. „Við þurfum að finna leiðir til að gera betur gagnvart fólkinu okkar, umhverfinu, jafnréttismálum, efnahagsmálum og að gefa til baka til samfélagsins.“ Ef þú ættir þér eina ósk fyrir nýtt ár og mannauðinn ykkar, hver væri hún? „Ósk mín er sú að það gangi vel að bólusetja þjóðina á árinu og að samstarfsfólk geti fagnað góðum árangri saman. Enda er fólkið búið að standa sig svo ótrúlega vel á þessum krefjandi tíma.“
Mannauðsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira