Greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á EM: Keypti sér far með einkaflugvél heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 09:01 Daninn Viktor Axelsen er frábær badminton spilari og hefur unnið verðlaun á ÓL, HM og EM. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Daninn Viktor Axelsen, einn besti badminton spilari heims, lenti um helgina í einni af verstu mögulegu martröð afreksmannsins á tímum kórónuveirunnar. Hann greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á Evrópumótinu. Viktor Axelsen varð þar með að gefa úrslitaleikinn og Daninn Anders Antonsen fékk því gullið án þess að spila úrslitaleikinn. Það er nóg um að gera hjá Viktori því hann er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika og þá er hann nýbúinn að eignast barn. Það var því önnur martröð fyrir hann að vera fastur. Evrópumótið fór fram í Úkraínu en Viktor vildi komast heim sem fyrst til að missa sem minnst úr undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Viktor ákvað því að kaupa sér far heim til Danmerkur með einkaflugvél. Hann hafði verið fastur á hótelherbergi sínum í Úkraínu síðan að hann greindist en hann hafði aðeins sýnt lítil einkenni. Kære allesammen. Sjúkrabíll flutti hann út á flugvöll þar sem einkaflugvélin beið eftir honum. Annar sjúkrabíll beið síðan eftir honum á flugvellinum í Danmörku. Viktor fór inn í sérstakan einangrunarklefa á meðan hann var fluttur á milli og passaði upp á allar sóttvarnarreglur. „Á þeim stað sem ég verð í einangrun í Danmörku hef ég kost á því að borða rétt og hreyfa mig eitthvað með lóðum og fleiru sem er erfitt að komast í hér. Ég get með því haldið við forminu mínu eins og hægt við þessar óvenjulegu kringumstæður,“ skrifaði Viktor Axelsen í langri færslu á fésbókarsíðu sinni. „Ég hef verið að undirbúa mig mjög lengi fyrir þátttöku mína í Ólympíuleikunum í Tokyo. Ólympíuleikar eru fyrir okkur íþróttamenn mjög sérstakur viðburður sem á sér bara stað á fjögurra ára fresti. Þess vegna er ég nú að reyna að gera það sem hægt er til að tryggja sé í sem bestri æfingu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Viktor eins og sjá má hér fyrir ofan. Axelsen skrifaði líka um það að vera í þeirri stöðu að geta komist heim til Danmerkur því það eru fáir útvaldir sem hafa efni á slíku. Viktor Axelsen er 27 ára gamall og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann varð heimsmeistari árið 2017 og Evrópumeistari bæði 2016 og 2018. Hann síðan auðvitað silfur á EM um helgina. Viktor og kærasta hans, Natalia Koch Rohde, eignuðust stelpu í október síðastliðinn. Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Danmörk Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Viktor Axelsen varð þar með að gefa úrslitaleikinn og Daninn Anders Antonsen fékk því gullið án þess að spila úrslitaleikinn. Það er nóg um að gera hjá Viktori því hann er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika og þá er hann nýbúinn að eignast barn. Það var því önnur martröð fyrir hann að vera fastur. Evrópumótið fór fram í Úkraínu en Viktor vildi komast heim sem fyrst til að missa sem minnst úr undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Viktor ákvað því að kaupa sér far heim til Danmerkur með einkaflugvél. Hann hafði verið fastur á hótelherbergi sínum í Úkraínu síðan að hann greindist en hann hafði aðeins sýnt lítil einkenni. Kære allesammen. Sjúkrabíll flutti hann út á flugvöll þar sem einkaflugvélin beið eftir honum. Annar sjúkrabíll beið síðan eftir honum á flugvellinum í Danmörku. Viktor fór inn í sérstakan einangrunarklefa á meðan hann var fluttur á milli og passaði upp á allar sóttvarnarreglur. „Á þeim stað sem ég verð í einangrun í Danmörku hef ég kost á því að borða rétt og hreyfa mig eitthvað með lóðum og fleiru sem er erfitt að komast í hér. Ég get með því haldið við forminu mínu eins og hægt við þessar óvenjulegu kringumstæður,“ skrifaði Viktor Axelsen í langri færslu á fésbókarsíðu sinni. „Ég hef verið að undirbúa mig mjög lengi fyrir þátttöku mína í Ólympíuleikunum í Tokyo. Ólympíuleikar eru fyrir okkur íþróttamenn mjög sérstakur viðburður sem á sér bara stað á fjögurra ára fresti. Þess vegna er ég nú að reyna að gera það sem hægt er til að tryggja sé í sem bestri æfingu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Viktor eins og sjá má hér fyrir ofan. Axelsen skrifaði líka um það að vera í þeirri stöðu að geta komist heim til Danmerkur því það eru fáir útvaldir sem hafa efni á slíku. Viktor Axelsen er 27 ára gamall og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann varð heimsmeistari árið 2017 og Evrópumeistari bæði 2016 og 2018. Hann síðan auðvitað silfur á EM um helgina. Viktor og kærasta hans, Natalia Koch Rohde, eignuðust stelpu í október síðastliðinn.
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Danmörk Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira