Eigandi Man. United neitaði að biðjast afsökunar á Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 09:01 Ole Gunnar Solskjær með Avram Glazer og bróður hans. Getty/Michael Regan Avram Glazer, eigandi Manchester United, gæti mögulega hafa hent olíu á eldinn í deilum Glazer fjölskyldunnar við stuðningsmenn félagsins. Nóg er nú hittinn í stuðningsfólkinu fyrir. Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira
Avram er í Glazer fjölskyldunni sem hefur átt Manchester United í meira en fimmtán ár. Stuðningsmenn hafa gagnrýnt stjórnunarhættina frá nánast fyrsta degi en síðustu daga hefur óánægjan farið í nýjar hæðir. Manchester United var eitt af félögunum sem ætlaði að stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert varð að því eftir gríðarlega hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna félaganna og annarra eins og sambandanna FIFA og UEFA. Eigendur hinna ensku liðanna eða félögin sjálf hafa beðist afsökunar á þessum afleik sínum sem og því að hlusta ekki á stuðningsmenn sína. Markmið þeirra með að stofna Ofurdeildina var að tryggja sér gríðarlega aukatekjur og stærri hluta af kökunni sem UEFA tekur í dag í gegnum Meistaradeildina. Avram Glazer, part of the family that owns Manchester United, was questioned by Sky News' US correspondent @sallylockwood.Read more here: https://t.co/sCXYMLcDgz pic.twitter.com/qEgheNjWg0— Sky News (@SkyNews) May 4, 2021 Blaðakona frá Sky Sports reyndi að fá viðbrögð frá Avram Glazer í kjölfar mótmæla stuðningsmanna Manchester United. Stuðningsmenn brutust inn á Old Trafford og mótmælin enduðu með því að leik United og Liverpool var frestað. „Þetta er tækifæri fyrir þig, fáum við kannski afsökunarbeiðni,“ spurði blaðamaðurinn Glazer sem leit hana ekki viðlits. Blaðakonan hélt áfram og spurði Avram Glazer hvort fjölskyldan væri að íhuga það að selja félagið eða hvort hann vildi segja eitthvað við stuðningsmenn félagsins. Avram svaraði því ekki heldur. Joel Galzer, varastjórnarformaður Manchester United, sendi frá sér yfirlýsingu 21. apríl síðastliðinn þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar og að eigendur hafi mistekist að sýna rótgrínum hefðum enska fótboltans nægilega virðingu. Eigendurnir virðast hins vegar ekki vera alveg á sömu línu ef marka má þessi samskipti Glazer og blaðakonunnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00 Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40 Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00 Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira
Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess. 3. maí 2021 09:00
Leik Manchester United og Liverpool frestað Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum. 2. maí 2021 16:40
Stuðningsfólk Manchester United ruddist inn á Old Trafford | Myndir og myndskeið Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United er allt annað en ánægt með eigendur félagsins. Fjöldi fólks ruddist inn á Old Trafford, heimavöll liðsins, nú rétt í þessu en liðið mætir Liverpool í stórleik enska boltans klukkan 15.30 í dag. 2. maí 2021 14:00