Glæpahópar flytji inn konur til að stunda vændi Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 6. maí 2021 16:06 Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/ARNAR Lögregla telur að skipulagðir glæpahópar á Íslandi sendi konur til landsins í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi að sögn lögreglufulltrúa. Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg. Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg.
Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00