Borgarráð rígheldur í berin: „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 07:04 Á þessum litla reit ber Guðmundi að leggja gras og gróðursetja berjarunna. Þegar verktakinn hefur skilað af sér er ekkert sem kemur í veg fyrir að íbúar taki gróðurinn upp og klári pallana. Mynd/Guðmundur Heiðar Helgason Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, neyðist til að gróðursetja berjarunna á tíu fermetra sérafnotareit við íbúð sína eftir að meirihluti borgarráðs hafnaði því í gær að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Forsaga málsins er sú að Guðmundur og fjölskylda hans fluttu inn í nýja íbúð í nóvember síðastliðnum en henni fylgdi umræddur sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Það kom fjölskyldunni á óvart þegar smiðir kláruðu aðeins helming af gólfinu en þá kom í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar mátti pallurinn ekki ná yfir allan reitinn. Þvert á móti var lögð sú kvöð á íbúa að vera með gras yfir helmingi flatarins og auk þess ætti að vera berjarunni á hverjum reit. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt,“ sagði Guðmundur á Facebook í janúar síðastliðnum. „Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ „Forræðishyggjan birtist víða“ Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna segir að í málinu takist á tvö sjónarmið; annars vegar að íbúar eigi að ráðstafa sínum sérafnotareitum með þeim hætti sem þeir kjósa og hins vegar sjónarmiðin um gróðurþekju og líffræðilega fjölbreytni á svæðinu. Skipulagsbreytingin myndi þannig verða til þess að heildargróðurþekja á svæðinu lækkaði. „Forræðishyggjan birtist víða,“ bókuðu hins vegar sjálfstæðismenn. „Hér er hafnað þeirri ósk íbúa og verktaka að íbúar fái að ráða þeim litlu svæðum sem þeir hafa í görðum sínum. Því erum við ósammála og teljum að fólk eigi að hafa athafnafrelsi á heimilum sínum og í görðum. Þá vekur athygli að þótt ekki eigi að tryggja íbúum frelsi um ráðstöfun eigin garða, er ekki fyrirhugað að framkvæma lokaúttekt á sérafnotareitunum. Á sama tíma og íbúar eru skikkaðir til að rækta pínulitla berjarunna er verulega vegið að grænum svæðum borgarinnar sem henni hefur verið treyst fyrir.“ „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ spurði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðflokksins, í sinni bókun. „Hér er um að ræða minnstu garða í heimi. Hver „garður“ samkvæmt skilgreiningu borgarstjóra og meirihlutans verður 2,5-5,0 fermetrar og í „garðinum“ skuli vera berjarunni. Allt er þetta gert til að gróðurþekjan og líffræðileg fjölbreytni á svæðinu haldi sér. Þetta eru afleiðingar þrengingarstefnu meirihlutans. Það er ekki hægt að skálda svona vitleysu upp – en allt er greinilega hægt í Reykjavík.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Guðmundur og fjölskylda hans fluttu inn í nýja íbúð í nóvember síðastliðnum en henni fylgdi umræddur sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Það kom fjölskyldunni á óvart þegar smiðir kláruðu aðeins helming af gólfinu en þá kom í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar mátti pallurinn ekki ná yfir allan reitinn. Þvert á móti var lögð sú kvöð á íbúa að vera með gras yfir helmingi flatarins og auk þess ætti að vera berjarunni á hverjum reit. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt,“ sagði Guðmundur á Facebook í janúar síðastliðnum. „Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ „Forræðishyggjan birtist víða“ Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna segir að í málinu takist á tvö sjónarmið; annars vegar að íbúar eigi að ráðstafa sínum sérafnotareitum með þeim hætti sem þeir kjósa og hins vegar sjónarmiðin um gróðurþekju og líffræðilega fjölbreytni á svæðinu. Skipulagsbreytingin myndi þannig verða til þess að heildargróðurþekja á svæðinu lækkaði. „Forræðishyggjan birtist víða,“ bókuðu hins vegar sjálfstæðismenn. „Hér er hafnað þeirri ósk íbúa og verktaka að íbúar fái að ráða þeim litlu svæðum sem þeir hafa í görðum sínum. Því erum við ósammála og teljum að fólk eigi að hafa athafnafrelsi á heimilum sínum og í görðum. Þá vekur athygli að þótt ekki eigi að tryggja íbúum frelsi um ráðstöfun eigin garða, er ekki fyrirhugað að framkvæma lokaúttekt á sérafnotareitunum. Á sama tíma og íbúar eru skikkaðir til að rækta pínulitla berjarunna er verulega vegið að grænum svæðum borgarinnar sem henni hefur verið treyst fyrir.“ „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ spurði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðflokksins, í sinni bókun. „Hér er um að ræða minnstu garða í heimi. Hver „garður“ samkvæmt skilgreiningu borgarstjóra og meirihlutans verður 2,5-5,0 fermetrar og í „garðinum“ skuli vera berjarunni. Allt er þetta gert til að gróðurþekjan og líffræðileg fjölbreytni á svæðinu haldi sér. Þetta eru afleiðingar þrengingarstefnu meirihlutans. Það er ekki hægt að skálda svona vitleysu upp – en allt er greinilega hægt í Reykjavík.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent