Þó svo að fólk sé kannski ekki að detta í sleik í kjörbúðinni þá kyssir það kannski maka sinn eftir stefnumót á kaffihúsi, í kvöldgöngunni, í sundi eða á einhvers konar mannamótum. Það leiðir maka sinn á miðbæjarröltinu eða jafnvel faðmast innilega í almenningsgarðinum.
Svo eru það aðrir sem vilja þetta alls ekki, finnst það annað hvort óviðeigandi eða hafa ekki þörfina.
Áður en við fjöllum meira um það að sýna ástúð á almannafæri eða það sem kallast á ensku, public display of affection (PDA), þá spyrjum við lesendur Vísis út í þeirra viðhorf.