Leita að nýrnagjafa fyrir Katrínu Emmu sem er á lokastigi nýrnabilunar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. maí 2021 13:00 Katrín Emma fæddist aðeins með eitt nýra og þarf nú á gjafanýra að halda. Ester Frímannsdóttir „Katrín Emma fæddist með aðeins eitt nýra sem hefur um það bil tíu prósent starfsemi og er því með lokastigs nýrnabilun,“ segir Ester Frímannsdóttir. Þar sem ekki hefur fundist nýrnagjafi fyrir dóttur hennar treystir Ester nú á mátt samfélagsmiðla í von um að gjafi finnist. „Nú hefur hún brotið tíu kílóa múrinn sem miðað er við að börn þurfi að ná til að fara í nýrnarígræðslu. Ekki hefur fundist gjafi sem passar í okkar nánasta umhverfi.“ Í samtali við fréttastofu segir Ester að nokkrir hafi sent sér skilaboð til þess að spyrjast nánar út í ferlið. Hún segir að sjúkdómurinn skerði lífsgæði Katrínar Emmu í dag. „Hún glímir við járnskort, hækkaðan blóðþrýsting, listarleysi og fleira sem algengt er að fylgi nýrnabilun. Hún hefur ekki enn þurft að fara í kvið- eða blóðskilun og er vonin að hún sleppi við það ef við náum að finna gjafa fyrir hana í tæka tíð.“ Katrín Emma hefur náð tíu kílóa þyngdarmörkunum sem eru fyrir nýrnaskipti.Mynd úr einkasafni Það geta þó ekki allir komið til greina sem nýrnagjafar. „Katrín Emma er í blóðflokki A+. Gjafinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði um heilsufar og er mikilvægt er að hann sé andlega, líkamlega og félagslega tilbúin til þess að gefa nýra.“ Að auki þarf nýrnagjafi Emmu að ferðast til Svíþjóðar vegna aðgerðarinnar. Ester segist þakklát fyrir það hversu margir hafa deilt færslunni til að hjálpa til við leitina. „Þar sem nýrnaígræðslan verður aðeins flóknari hjá Katrínu Emmu en gengur og gerist þá mun aðgerðin vera gerð í Svíþjóð, öllum líkindum í Stokkhólmi og þarf því gjafinn að vera tilbúinn í að fara þangað þegar að því kemur. Ferðin verður greidd af sjúkratryggingum.“ Nýrun eru staðsett aftan kviðarhols sitt hvoru megin við hrygginn í hæð við neðstu rifbeinin. Þau mynda þvag sem rennur eftir þvagleiðara niður í þvagblöðru. Í þvaginu eru ýmis efni sem líkaminn þarf að losa sig við eins og úrgangsefni frá efnaskiptum, sölt og vatn. Nýrun framleiða einnig ýmis hormón. Einstaklingur með tvö heilbrigð nýru hefur það mikla varastarfsemi að hann má við því að missa annað nýrað. Frekari upplýsingar um nýrnagjöf má finna á vef Landspítalans. „Ef þú er tilbúin til að gerast nýrnagjafi getur þú haft samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Nú hefur hún brotið tíu kílóa múrinn sem miðað er við að börn þurfi að ná til að fara í nýrnarígræðslu. Ekki hefur fundist gjafi sem passar í okkar nánasta umhverfi.“ Í samtali við fréttastofu segir Ester að nokkrir hafi sent sér skilaboð til þess að spyrjast nánar út í ferlið. Hún segir að sjúkdómurinn skerði lífsgæði Katrínar Emmu í dag. „Hún glímir við járnskort, hækkaðan blóðþrýsting, listarleysi og fleira sem algengt er að fylgi nýrnabilun. Hún hefur ekki enn þurft að fara í kvið- eða blóðskilun og er vonin að hún sleppi við það ef við náum að finna gjafa fyrir hana í tæka tíð.“ Katrín Emma hefur náð tíu kílóa þyngdarmörkunum sem eru fyrir nýrnaskipti.Mynd úr einkasafni Það geta þó ekki allir komið til greina sem nýrnagjafar. „Katrín Emma er í blóðflokki A+. Gjafinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði um heilsufar og er mikilvægt er að hann sé andlega, líkamlega og félagslega tilbúin til þess að gefa nýra.“ Að auki þarf nýrnagjafi Emmu að ferðast til Svíþjóðar vegna aðgerðarinnar. Ester segist þakklát fyrir það hversu margir hafa deilt færslunni til að hjálpa til við leitina. „Þar sem nýrnaígræðslan verður aðeins flóknari hjá Katrínu Emmu en gengur og gerist þá mun aðgerðin vera gerð í Svíþjóð, öllum líkindum í Stokkhólmi og þarf því gjafinn að vera tilbúinn í að fara þangað þegar að því kemur. Ferðin verður greidd af sjúkratryggingum.“ Nýrun eru staðsett aftan kviðarhols sitt hvoru megin við hrygginn í hæð við neðstu rifbeinin. Þau mynda þvag sem rennur eftir þvagleiðara niður í þvagblöðru. Í þvaginu eru ýmis efni sem líkaminn þarf að losa sig við eins og úrgangsefni frá efnaskiptum, sölt og vatn. Nýrun framleiða einnig ýmis hormón. Einstaklingur með tvö heilbrigð nýru hefur það mikla varastarfsemi að hann má við því að missa annað nýrað. Frekari upplýsingar um nýrnagjöf má finna á vef Landspítalans. „Ef þú er tilbúin til að gerast nýrnagjafi getur þú haft samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira