Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 15:04 Á Suðurskautslandinu er stærsta ísbreiða í heiminum. Þar í nægilega mikið vatn bundið í ís til að hækka yfirborð sjávar gríðarlega. Vísir/Getty Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu er sú stærsta á jörðinni og er áætlað að þar séu um 30 milljón rúmkílómetrar af ís, þorrinn af öllu ferskvatni á jörðinni. Líkt og aðrir jöklar á landi bráðnar ísbreiðan nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar og stuðlar að hækkun yfirborðs sjávar. Dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og takmarki hnattræna hlýnun gæti bráðnunin á Suðurskautslandinu hækkað sjávarstöðu gríðarlega. Töluverð óvissa ríkir þó enn um hversu næm ísbreiðan er fyrir hlýnandi loftslagi. Vísbendingar eru um að hún hafi tapað gríðarlega miklum massa á hlýskeiðum fyrr í jarðsögunni en erfitt er að meta hversu hratt það gæti gerst nú. Tvær nýjar rannsóknir á afdrifum íssins sem birtust í vísindaritinu Nature á miðvikudag gefa afar ólíka mynd af því sem gæti gerst á Suðurskautslandinu á þessari öld og þeim næstu, að því er kemur fram í samantekt Washington Post um þær. Í annarri þeirra notaði hópur á níunda tug vísindamanna um allan heim hundruð hermana í tölvulíkönum til að meta bráðnun Suðurskautsíssins á næstu áratugum. Niðurstaða þeirra var að bráðnunin yrði tiltölulega takmörkuð þar sem að aukin snjókoma vægi upp á móti ístapinu þegar jöklar kelfa út í hafið. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara og því er aukin snjókoma á Suðurskautslandinu talin ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar í framtíðinni. Fáar hermanir bentu til þess að skyndilegt hrun yrði í ísbreiðunni sem gæti snarhækkað sjávarstöðu í heiminum. Í hinni rannsókninni komst annar hópur vísindamanna aftur á móti að því að hækkun yfirborðs sjávar gæti orðið mikil hlýni á jörðinni um þrjár gráður frá því fyrir iðnbyltinguna. Niðurstöður þeirra byggja á tölvulíkani sem tekur með í reikninginn möguleikann á að ísbreiðan hopi hraðar þar sem hún gengur út í sjó. Sjávarstaða gæti þannig byrjað að hækka hratt á seinni hluta þessarar aldar og enn meira á 22. og 23. öldinni. Þarf sveigjanleika til að bregðast við breiðu bili afleiðinga Óvissa um afdrif Suðurskautsíssins er ekki ný af nálinni. Hún var stærsti fyrirvarinn um áætlaða sjávarstöðuhækkun í síðustu vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2014. Þar var gert ráð fyrir að sjávarstaða hækkaði um metra að meðaltali á þessari öld ef losun á gróðurhúsalofttegundum verður áfram mikil. Þessi óvissa endurspeglaðist jafnframt í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018. Þar var gert ráð fyrir að hækkun sjávarstöðu við Ísland yrði aðeins um 30-40% af heimsmeðaltali á þessari öld. Yrði hins vegar hrun í Suðurskautsísnum gæti sú hækkun tvöfaldast. „Til þess að hafa hemil á sjávarflóðum verðum við að vera mjög sveigjanleg vegna þess að við höfum ekki neglt niður óvissuna um hækkun sjávarstöðu í framtíðinni. Við þurfum að vera fær um að aðlagast breiðu bili,“ segir Tamsin Edwards, sérfræðingur í ísnum á Suðurskautslandinu við King‘s College í London sem er aðalhöfundur fyrrnefndu rannsóknarinnar. Michael Oppenheimer, prófessor í jarðvísindum við Princeton-háskóla sem var höfundur kafla um hækkun sjávarstöðu í skýrslu IPCC árið 2019, segir afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu stærsta óvissuþáttinn um hækkun sjávarstöðu. „Þessar greinar eru sterk áminning um að skilningur okkar á framtíð ísbreiðunnar og geta okkar til að meta hversu mikið hún á eftir að leggja til hækkunar sjávarstöðu er ennþá töluvert óviss,“ segir hann við bandaríska blaðið. Höfundar beggja rannsókna eru þó sammála um að með því að ná markmiðum Parísasamkomulagsins um að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld verði hægt að forðast öfgakennda hækkun sjávarstöðu í heiminum. Á hinn bóginn bendir Oppenheimer á að haldi mannkynið áfram stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum þannig að loftslag hlýni umfram markmið samkomulagsins sé ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á stærstu ísbreiðu jarðar. Suðurskautslandið Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ísbreiðan á Suðurskautslandinu er sú stærsta á jörðinni og er áætlað að þar séu um 30 milljón rúmkílómetrar af ís, þorrinn af öllu ferskvatni á jörðinni. Líkt og aðrir jöklar á landi bráðnar ísbreiðan nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar og stuðlar að hækkun yfirborðs sjávar. Dragi menn ekki hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og takmarki hnattræna hlýnun gæti bráðnunin á Suðurskautslandinu hækkað sjávarstöðu gríðarlega. Töluverð óvissa ríkir þó enn um hversu næm ísbreiðan er fyrir hlýnandi loftslagi. Vísbendingar eru um að hún hafi tapað gríðarlega miklum massa á hlýskeiðum fyrr í jarðsögunni en erfitt er að meta hversu hratt það gæti gerst nú. Tvær nýjar rannsóknir á afdrifum íssins sem birtust í vísindaritinu Nature á miðvikudag gefa afar ólíka mynd af því sem gæti gerst á Suðurskautslandinu á þessari öld og þeim næstu, að því er kemur fram í samantekt Washington Post um þær. Í annarri þeirra notaði hópur á níunda tug vísindamanna um allan heim hundruð hermana í tölvulíkönum til að meta bráðnun Suðurskautsíssins á næstu áratugum. Niðurstaða þeirra var að bráðnunin yrði tiltölulega takmörkuð þar sem að aukin snjókoma vægi upp á móti ístapinu þegar jöklar kelfa út í hafið. Hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara og því er aukin snjókoma á Suðurskautslandinu talin ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar í framtíðinni. Fáar hermanir bentu til þess að skyndilegt hrun yrði í ísbreiðunni sem gæti snarhækkað sjávarstöðu í heiminum. Í hinni rannsókninni komst annar hópur vísindamanna aftur á móti að því að hækkun yfirborðs sjávar gæti orðið mikil hlýni á jörðinni um þrjár gráður frá því fyrir iðnbyltinguna. Niðurstöður þeirra byggja á tölvulíkani sem tekur með í reikninginn möguleikann á að ísbreiðan hopi hraðar þar sem hún gengur út í sjó. Sjávarstaða gæti þannig byrjað að hækka hratt á seinni hluta þessarar aldar og enn meira á 22. og 23. öldinni. Þarf sveigjanleika til að bregðast við breiðu bili afleiðinga Óvissa um afdrif Suðurskautsíssins er ekki ný af nálinni. Hún var stærsti fyrirvarinn um áætlaða sjávarstöðuhækkun í síðustu vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2014. Þar var gert ráð fyrir að sjávarstaða hækkaði um metra að meðaltali á þessari öld ef losun á gróðurhúsalofttegundum verður áfram mikil. Þessi óvissa endurspeglaðist jafnframt í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út árið 2018. Þar var gert ráð fyrir að hækkun sjávarstöðu við Ísland yrði aðeins um 30-40% af heimsmeðaltali á þessari öld. Yrði hins vegar hrun í Suðurskautsísnum gæti sú hækkun tvöfaldast. „Til þess að hafa hemil á sjávarflóðum verðum við að vera mjög sveigjanleg vegna þess að við höfum ekki neglt niður óvissuna um hækkun sjávarstöðu í framtíðinni. Við þurfum að vera fær um að aðlagast breiðu bili,“ segir Tamsin Edwards, sérfræðingur í ísnum á Suðurskautslandinu við King‘s College í London sem er aðalhöfundur fyrrnefndu rannsóknarinnar. Michael Oppenheimer, prófessor í jarðvísindum við Princeton-háskóla sem var höfundur kafla um hækkun sjávarstöðu í skýrslu IPCC árið 2019, segir afdrif ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu stærsta óvissuþáttinn um hækkun sjávarstöðu. „Þessar greinar eru sterk áminning um að skilningur okkar á framtíð ísbreiðunnar og geta okkar til að meta hversu mikið hún á eftir að leggja til hækkunar sjávarstöðu er ennþá töluvert óviss,“ segir hann við bandaríska blaðið. Höfundar beggja rannsókna eru þó sammála um að með því að ná markmiðum Parísasamkomulagsins um að halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld verði hægt að forðast öfgakennda hækkun sjávarstöðu í heiminum. Á hinn bóginn bendir Oppenheimer á að haldi mannkynið áfram stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum þannig að loftslag hlýni umfram markmið samkomulagsins sé ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á stærstu ísbreiðu jarðar.
Suðurskautslandið Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00
Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44
Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09