Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 19:00 Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. vísir/egill Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón. Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Guðjón Rúnar Sveinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði hefur áhyggjur af neyslu grunnskólabarna á kannabis og fíkniefninu Spice. Spice svipar til kannabis en er mörgum sinnum sterkara. Merki eru um að yngri börn séu farin að neyta efnanna. „Við höfum orðið vör við krakka niður í sjöunda bekk og niðri grunnskóla aldur sem eru að selja þetta sín á milli,“ segir Guðjón Rúnar. Kannabisneysla barna sé ekki ný af nálinni en sveiflist á milli ára. Spice neyslan sé hins vegar frekar nýtilkomin. „Þau eru að reykja þetta með veipi og í einhverjum tilvikum eru þau að reykja þetta með því að setja það í sígarettur,“ segir Guðjón Rúnar. Guðjón Rúnar segist ekki geta sagt hvað hópurinn er stór en það hafi verið þó nokkuð um neyslu meðal barna í Hafnarfirði. Mikil vanlíðan sem fylgir neyslu á Spice Áhrifin af spice geti svipað til áhrifa af kannabis en séu þó talsvert meiri. „Paranoja, ógleði og alls kyns vanlíðan kemur í tenglsum við þetta í framhaldinu,“ segir Guðjón og bætir við að erfitt geti reynst að greina efnið og því frekar auðvelt fyrir börnin að fela neysluna. Efnið sé nær lyktarlaust. „Þá greinist þetta efni ekki í þvagprufu sem gerir þetta mun erfiðara fyrir okkur.“ Lögreglan í Hafnarfirði, barnaverndaryfirvöld og skólasamfélagið í bænum vinna í nánu samstarfi við að reyna fræða börnin. vísir/egill Oftast kemst upp um börnin vegna einkenna af vímunni og þá hafa foreldrar eða skólayfirvöld samband við lögreglu. Lögreglan í hafnarfirði er í nánu samstarfi við skólayfirvöld og barnavernd og reynir markvisst að ná til áhættuhópa. „En á meðan þetta Covid er í gangi er erfiðara fyrir okkur að heimsækja skólana og hitta börnin til að fræða þannig Covid er ekki að hjalpa okkur í þessu,“ segir Guðjón Rúnar. Einnig áhyggjur af kannabisneyslu barnanna Þá segist Guðjón ekki síður hafa áhyggjur af kannabisneyslu svo ungra barna. „Með aukinni umræðu er eins og það sé verið að normalísera neysluna og þar af leiðandi halda börnin að þetta sé í lagi. Sem er engan veginn því að efnin eru skaðleg og ennþá skaðlegri þegar þú ert yngri.“ Þá reynist börnunum erfitt að fjármagna neysluna. „Það hefur komið upp að krakkar séu að rúlla sér úr notuðum kannabisjónum sem liggja á stöðum þar sem mikið er reykt. Ef þörfin er orðin svona mikil að þú sért tilbúin að ganga svona langt þá getur það ekki verið gott,“ segir Guðjón.
Börn og uppeldi Lögreglumál Fíkn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira