Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra leiddi fundinn og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, kynnti séstaka fræðslumynd.
Í hópi félaga sem undirrituðu sáttmálann má nefna samtök hestafólks, hjólreiðafólks, bifreiðaeigenda, hundaeigenda, bifhjólamanna, skíðafélaga, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar svo einhver séu nefnd.
Hafa verið árekstrar
Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna, segist mjög ánægður með hinn nýja sáttmála.
„Já þetta er mjög gleðilegt og ánægjulegt og mikilvægt að nú höfum við aðilar allra útivistarhópa sem eru að nota stíga og troðninga og vegi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um landið allt ákveðið að hittast og gera með sér sáttmála, samkomulag sem byggir á jákvæðum grunni þannig að menn ætla að kappkosta við að bæta samskipti og lifa í sátt og samlyndi.
Það hafa náttúrulega verið árekstrar og slys á milli hópa og samskiptin hafa oft ekki verið nógu góð. Nú á að snúa bökum saman og reyna bæta þetta með heildarhagsmuni allra sem njóta náttúrunnar að leiðarljósi.“