Gætu gripið til þess að loka skólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 18:39 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. Fjóri greindust með kórónuveiruna í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Hátt í 200 íbúar í Skagafirði fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir greindust smitaðir á svæðinu. Sýnin voru flutt suður og munu niðurstöður að líkindum liggja fyrir í kvöld. Þeir smituðu í sömu fjölskyldu Sveitarstjóri Skagafjarðar segir að fólki sé brugðið en tugir eru komnir í sóttkví. „Það er búið að rekja upptökin. Þetta eru einstaklingar sem voru í samskiptum við smitaðan einstakling fyrir sunnan. Þetta tengist sömu fjölskyldu og vinnufélögum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Eðli vinnustaðarins sé þannig að tengslin geta náð víða um samfélagið. Búið er að aflýsa leiksýningu sem átti að fara fram á Sauðárkróki í dag, engar bíósýningar verða á morgun auk þess sem heitum pottum og gufum verður lokað í sundlaugum. Sigfús segir að framhaldið muni ráðast af niðurstöðum skimana. „Ef okkur þykir ástæða til þá munum við takmarka eða loka einhverjum skólum á mánudag.“ Biðla til fólks að sinna sóttvörnum og halda sig til hlés „Við höfum sent út erindi til íbúa að gæta vel að sóttvörnum og fara eftir þeim fyrirmælum sem sett hafa verið, passa sig og halda sig til hlés. Það er okkar von að það muni skila okkur góðum árangri í þessari baráttu,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Metfjöldi farþegaflugvéla til landsins um helgina Metfjöldi, frá því að faraldurinn hófst, er í komu farþegaflugvéla til landsins í dag og á morgun. Sjö flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og er von á þeirri áttundu í kvöld. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinu í dag þó einhverjir hafi þurft að bíða í tæpa tvo tíma eftir afgreiðslu landamæravarða. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Fjóri greindust með kórónuveiruna í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Hátt í 200 íbúar í Skagafirði fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir greindust smitaðir á svæðinu. Sýnin voru flutt suður og munu niðurstöður að líkindum liggja fyrir í kvöld. Þeir smituðu í sömu fjölskyldu Sveitarstjóri Skagafjarðar segir að fólki sé brugðið en tugir eru komnir í sóttkví. „Það er búið að rekja upptökin. Þetta eru einstaklingar sem voru í samskiptum við smitaðan einstakling fyrir sunnan. Þetta tengist sömu fjölskyldu og vinnufélögum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Eðli vinnustaðarins sé þannig að tengslin geta náð víða um samfélagið. Búið er að aflýsa leiksýningu sem átti að fara fram á Sauðárkróki í dag, engar bíósýningar verða á morgun auk þess sem heitum pottum og gufum verður lokað í sundlaugum. Sigfús segir að framhaldið muni ráðast af niðurstöðum skimana. „Ef okkur þykir ástæða til þá munum við takmarka eða loka einhverjum skólum á mánudag.“ Biðla til fólks að sinna sóttvörnum og halda sig til hlés „Við höfum sent út erindi til íbúa að gæta vel að sóttvörnum og fara eftir þeim fyrirmælum sem sett hafa verið, passa sig og halda sig til hlés. Það er okkar von að það muni skila okkur góðum árangri í þessari baráttu,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Metfjöldi farþegaflugvéla til landsins um helgina Metfjöldi, frá því að faraldurinn hófst, er í komu farþegaflugvéla til landsins í dag og á morgun. Sjö flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og er von á þeirri áttundu í kvöld. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinu í dag þó einhverjir hafi þurft að bíða í tæpa tvo tíma eftir afgreiðslu landamæravarða. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira