Gætu gripið til þess að loka skólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 18:39 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. Fjóri greindust með kórónuveiruna í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Hátt í 200 íbúar í Skagafirði fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir greindust smitaðir á svæðinu. Sýnin voru flutt suður og munu niðurstöður að líkindum liggja fyrir í kvöld. Þeir smituðu í sömu fjölskyldu Sveitarstjóri Skagafjarðar segir að fólki sé brugðið en tugir eru komnir í sóttkví. „Það er búið að rekja upptökin. Þetta eru einstaklingar sem voru í samskiptum við smitaðan einstakling fyrir sunnan. Þetta tengist sömu fjölskyldu og vinnufélögum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Eðli vinnustaðarins sé þannig að tengslin geta náð víða um samfélagið. Búið er að aflýsa leiksýningu sem átti að fara fram á Sauðárkróki í dag, engar bíósýningar verða á morgun auk þess sem heitum pottum og gufum verður lokað í sundlaugum. Sigfús segir að framhaldið muni ráðast af niðurstöðum skimana. „Ef okkur þykir ástæða til þá munum við takmarka eða loka einhverjum skólum á mánudag.“ Biðla til fólks að sinna sóttvörnum og halda sig til hlés „Við höfum sent út erindi til íbúa að gæta vel að sóttvörnum og fara eftir þeim fyrirmælum sem sett hafa verið, passa sig og halda sig til hlés. Það er okkar von að það muni skila okkur góðum árangri í þessari baráttu,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Metfjöldi farþegaflugvéla til landsins um helgina Metfjöldi, frá því að faraldurinn hófst, er í komu farþegaflugvéla til landsins í dag og á morgun. Sjö flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og er von á þeirri áttundu í kvöld. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinu í dag þó einhverjir hafi þurft að bíða í tæpa tvo tíma eftir afgreiðslu landamæravarða. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fjóri greindust með kórónuveiruna í gær og var einn þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Hátt í 200 íbúar í Skagafirði fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir greindust smitaðir á svæðinu. Sýnin voru flutt suður og munu niðurstöður að líkindum liggja fyrir í kvöld. Þeir smituðu í sömu fjölskyldu Sveitarstjóri Skagafjarðar segir að fólki sé brugðið en tugir eru komnir í sóttkví. „Það er búið að rekja upptökin. Þetta eru einstaklingar sem voru í samskiptum við smitaðan einstakling fyrir sunnan. Þetta tengist sömu fjölskyldu og vinnufélögum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Eðli vinnustaðarins sé þannig að tengslin geta náð víða um samfélagið. Búið er að aflýsa leiksýningu sem átti að fara fram á Sauðárkróki í dag, engar bíósýningar verða á morgun auk þess sem heitum pottum og gufum verður lokað í sundlaugum. Sigfús segir að framhaldið muni ráðast af niðurstöðum skimana. „Ef okkur þykir ástæða til þá munum við takmarka eða loka einhverjum skólum á mánudag.“ Biðla til fólks að sinna sóttvörnum og halda sig til hlés „Við höfum sent út erindi til íbúa að gæta vel að sóttvörnum og fara eftir þeim fyrirmælum sem sett hafa verið, passa sig og halda sig til hlés. Það er okkar von að það muni skila okkur góðum árangri í þessari baráttu,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Metfjöldi farþegaflugvéla til landsins um helgina Metfjöldi, frá því að faraldurinn hófst, er í komu farþegaflugvéla til landsins í dag og á morgun. Sjö flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og er von á þeirri áttundu í kvöld. Sex flugvélar eru væntanlegar til landsins á morgun. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið á flugvellinu í dag þó einhverjir hafi þurft að bíða í tæpa tvo tíma eftir afgreiðslu landamæravarða. Verklagi var breytt á flugvellinum fyrir helgi til að takast á við fjölda komufarþega og var afgreiðsluhraðinn tvöfaldaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira