Óskar Hrafn: Gjafmildir, mjúkir og grófum okkur holu Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2021 21:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson bíður eftir fyrsta sigri sumarsins. VÍSIR/VILHELM „Ég er bara sáttur með stigið,“ voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir 3-3 jafntefli við nýliða Leiknis í Breiðholti í kvöld, í 2. umferð Pepsi Max deildar karla. Eftir 2-0 tap gegn KR í fyrsta leik lenti Breiðablik, sem spáð var Íslandsmeistaratitli, 3-1 undir gegn Leikni í kvöld. Jason Daði Svanþórsson náði hins vegar að bjarga Blikum um stig með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins: „Við vorum undir og komum til baka, svo úr því sem komið var er ég sáttur með stigið. Það er bara ljóst að við erum staddir þar sem við erum. Við grófum okkur holu en endum leikinn ágætlega,“ sagði Óskar. Gáfum þeim frumkvæðið Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Leiknismenn jöfnuðu metin í uppbótartíma. „Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum ágætlega, kannski fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar, en svo gáfum við þeim þetta mark undir lok hálfleiksins. Það gaf þeim blóð á tennurnar. Fyrri hluta seinni hálfleiks fannst mér við vera helvíti gjafmildir og einhvern veginn mjúkir. Við gáfum þeim frumkvæðið,“ sagði Óskar. „Svo náðum við að koma til baka og síðustu tuttugu mínúturnar var bara eitt lið á vellinum. Við að reyna að sækja á þá og þeir að reyna að halda sínu. Ég er ánægður með mína menn að þeir skildu ekki hætta heldur klára leikinn af krafti,“ sagði Óskar. Ætla að vera sáttur með þetta stig Leiknismenn gengu svekktir af velli en eiga kannski síðar meir eftir að meta það að hafa fengið stig í kvöld. „Þeir vörðust vel. Þá þarftu að færa boltann hraðar og það tókst ekki alltaf hjá okkur. Þegar það tókst þá náðum við að opna þá og sennilega hefði maður viljað að það hefði gerst oftar. En við erum bara þar sem við erum. Auðvitað viltu alltaf vinna leiki en ég held að við verðum að horfa raunhæft á þetta. Við byrjuðum illa í fyrsta leiknum og töpuðum honum. Svo komum við okkur í holu hér en sýnum karakter með því að jafna. Ég ætla bara að vera sáttur með þetta stig,“ sagði Óskar. Jason staðið undir öllum væntingum og jafnvel meira en það Ljósasti punkturinn hjá Blikum var frammistaða fyrrnefnds Jasons Daða: „Jason stóð sig vel. Hann spilaði vel, skoraði tvö góð mörk og var flottur,“ sagði Óskar um hinn 21 árs gamla Jason sem kom frá Aftureldingu í vetur, en var honum strax ætlað stórt hlutverk? „Ég sá ákveðna eiginleika sem hann hefur og hann hefur staðið undir öllum þeim væntingum sem við höfum gert til hans, og jafnvel enn meira,“ sagði Óskar. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Eftir 2-0 tap gegn KR í fyrsta leik lenti Breiðablik, sem spáð var Íslandsmeistaratitli, 3-1 undir gegn Leikni í kvöld. Jason Daði Svanþórsson náði hins vegar að bjarga Blikum um stig með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins: „Við vorum undir og komum til baka, svo úr því sem komið var er ég sáttur með stigið. Það er bara ljóst að við erum staddir þar sem við erum. Við grófum okkur holu en endum leikinn ágætlega,“ sagði Óskar. Gáfum þeim frumkvæðið Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Leiknismenn jöfnuðu metin í uppbótartíma. „Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum ágætlega, kannski fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar, en svo gáfum við þeim þetta mark undir lok hálfleiksins. Það gaf þeim blóð á tennurnar. Fyrri hluta seinni hálfleiks fannst mér við vera helvíti gjafmildir og einhvern veginn mjúkir. Við gáfum þeim frumkvæðið,“ sagði Óskar. „Svo náðum við að koma til baka og síðustu tuttugu mínúturnar var bara eitt lið á vellinum. Við að reyna að sækja á þá og þeir að reyna að halda sínu. Ég er ánægður með mína menn að þeir skildu ekki hætta heldur klára leikinn af krafti,“ sagði Óskar. Ætla að vera sáttur með þetta stig Leiknismenn gengu svekktir af velli en eiga kannski síðar meir eftir að meta það að hafa fengið stig í kvöld. „Þeir vörðust vel. Þá þarftu að færa boltann hraðar og það tókst ekki alltaf hjá okkur. Þegar það tókst þá náðum við að opna þá og sennilega hefði maður viljað að það hefði gerst oftar. En við erum bara þar sem við erum. Auðvitað viltu alltaf vinna leiki en ég held að við verðum að horfa raunhæft á þetta. Við byrjuðum illa í fyrsta leiknum og töpuðum honum. Svo komum við okkur í holu hér en sýnum karakter með því að jafna. Ég ætla bara að vera sáttur með þetta stig,“ sagði Óskar. Jason staðið undir öllum væntingum og jafnvel meira en það Ljósasti punkturinn hjá Blikum var frammistaða fyrrnefnds Jasons Daða: „Jason stóð sig vel. Hann spilaði vel, skoraði tvö góð mörk og var flottur,“ sagði Óskar um hinn 21 árs gamla Jason sem kom frá Aftureldingu í vetur, en var honum strax ætlað stórt hlutverk? „Ég sá ákveðna eiginleika sem hann hefur og hann hefur staðið undir öllum þeim væntingum sem við höfum gert til hans, og jafnvel enn meira,“ sagði Óskar.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira