Staða flokka í kosningakerfinu í Víglínunni í dag Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2021 16:30 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og Dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ ræða kosningakerfið í Víglínunni í dag. Stöð 2/Einar Fjöldaflokkakerfi virðist komið til að vera í íslenskum stjórnmálum og útlit fyrir að átta flokkar nái fólki á þing í alþingiskosningunum hinn 25. september. Jöfnun þingsæta milli smærri og stærri flokka í samræmi við fylgi þeirra raskast hins vegar meira eftir því sem flokkarnir eru fleiri. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær þá Dr. Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræði prófessor og Steingrím J. Sigfússon forseta Alþingis til sín í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Dr. Ólafur Þ. Harðarson undrast að ekki eigi að leiðrétta kosningalög þannig að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við hlutfallslegt fylgi þeirra á landsvísu.Stöð 2/Einar Dr. Ólafur hefur lengst allra fræðimanna rannsakað kosningar og kosningahegðun íslenskra kjósenda og verið einn helsti útskýrandi kosningaúrslita undanfarna áratugi. Hann hefur sent inn umsögn um frumvarp forseta Alþingis til kosningalaga sem ætlað er að samræma öll lög um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta. Ólafur gagnrýnir að í frumvarpinu séu ekki gerðar ráðstafanir til að jafna þingsæti milli flokka. En í mörgum undanförnum kosningum hafi það markmið ekki náðst. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir að erfitt geti reynst að ná samkomulagi um breytingar á uppbótaþingsætakerfinu svo skömmu fyrir kosningar.Stöð 2/Einar Frumvarp Steingríms byggir á samkomulagi milli formanna allra flokka og felur í sér umtalsverðar breytingar. En eins og allaf þegar breyta á kosningalögum felur það í sér mikla jafnvægislist þannig að allir flokkar geti við unað og telji ekki á hlut þeirra gengið. Miðað við síðustu fylgiskönnun Gallups fengi Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni of mikið miðað við hlutfallslegt fylgi flokkanna á landsvísu og hefur þann þingmann af Samfylkingunni. Flokkar þurfa að fá fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni. Flokkur fólksins mældist með 4,7 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun Gallups og fengi einn kjördæmakkjörinn þingmann. Ef flokkurinn fengi hins vegar 0,3 prósentum meira fylgi og búið væri að fjölga uppbótarþingmönnum á kostnað kjördæmakjörinna fengi flokkurinn hins vegar einnig tvo uppbótarþingmenn. Sjálfstæisflokkurinn missti tvo og Framsóknarflokkurinn einn. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega inn á Stöð 2 + að lokinni útsendingu. Víglínan Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Dr. Ólafur Þ. Harðarson undrast að ekki eigi að leiðrétta kosningalög þannig að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við hlutfallslegt fylgi þeirra á landsvísu.Stöð 2/Einar Dr. Ólafur hefur lengst allra fræðimanna rannsakað kosningar og kosningahegðun íslenskra kjósenda og verið einn helsti útskýrandi kosningaúrslita undanfarna áratugi. Hann hefur sent inn umsögn um frumvarp forseta Alþingis til kosningalaga sem ætlað er að samræma öll lög um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta. Ólafur gagnrýnir að í frumvarpinu séu ekki gerðar ráðstafanir til að jafna þingsæti milli flokka. En í mörgum undanförnum kosningum hafi það markmið ekki náðst. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir að erfitt geti reynst að ná samkomulagi um breytingar á uppbótaþingsætakerfinu svo skömmu fyrir kosningar.Stöð 2/Einar Frumvarp Steingríms byggir á samkomulagi milli formanna allra flokka og felur í sér umtalsverðar breytingar. En eins og allaf þegar breyta á kosningalögum felur það í sér mikla jafnvægislist þannig að allir flokkar geti við unað og telji ekki á hlut þeirra gengið. Miðað við síðustu fylgiskönnun Gallups fengi Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni of mikið miðað við hlutfallslegt fylgi flokkanna á landsvísu og hefur þann þingmann af Samfylkingunni. Flokkar þurfa að fá fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni. Flokkur fólksins mældist með 4,7 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun Gallups og fengi einn kjördæmakkjörinn þingmann. Ef flokkurinn fengi hins vegar 0,3 prósentum meira fylgi og búið væri að fjölga uppbótarþingmönnum á kostnað kjördæmakjörinna fengi flokkurinn hins vegar einnig tvo uppbótarþingmenn. Sjálfstæisflokkurinn missti tvo og Framsóknarflokkurinn einn. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega inn á Stöð 2 + að lokinni útsendingu.
Víglínan Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira