Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 08:11 Mótmælt í Yangon. AP Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. Mótmælendur í Mjanmar hafa sótt innblástur í verk Khet Thi, sem var meðal annars þekktur fyrir línun: „Þeir skjóta í höfuðið en vita ekki að uppreisnin býr í hjartanu“. Samkvæmt Facebook-síðu skáldsins var hann 45 ára þegar hann lést. Guardian hefur eftir eiginkonu Khet Thi að vopnaðir hermenn og lögregla hafi sótt þau hjónin og fært til yfirheyrslu á laugardag í bænum Shwebo. Shwebo er í Sagaing-héraði, sem hefur verið hjartað í mótmælum gegn herforingjastjórninni sem kom Aung San Suu Kyi frá völdum. „Ég var yfirheyrð. Hann líka. Þeir sögðu að hann væri miðja rannsóknarinnar. En hann kom ekki aftur, bara líkami hans,“ sagði Chaw Su við BBC. „Þeir hringdu í mig um morguninn og sögðu mér að hitta hann á sjúkrahúsinu í Monywa. Ég hélt að hann væri þar vegna brotins handleggs eða eitthvað... En þegar ég kom þangað var hann í líkhúsinu og það var búið að fjarlægja líffærin hans.“ Á sjúkrahúsinu fékk hún þær upplýsingar að Khet Thi hefði látist vegna hjartavandamála en hún hefði ekki haft fyrir því að lesa dánarvottorðið þar sem hún vissi að það væri skáldað. Að minnsta kosti þrjú skáld hafa látið lífið vegna mótmæla eftir valdaránið í febrúar. Ljóðskáldið K Za Win, 39 ára, var skotinn til bana í Monywa snemma í mars. „Ég vil ekki vera hetja, ég vil ekki vera píslarvottur, ég vil ekki vera veikgeðja, ég vil ekki vera kjáni,“ skrifaði Khet Thi tveimur vikum eftir valdaránið. „Ég vil ekki styðja við óréttlæti. Ef ég á aðeins mínútu ólifaða, vil ég að þá mínútu sé samviska mín hrein.“ Mjanmar Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Mótmælendur í Mjanmar hafa sótt innblástur í verk Khet Thi, sem var meðal annars þekktur fyrir línun: „Þeir skjóta í höfuðið en vita ekki að uppreisnin býr í hjartanu“. Samkvæmt Facebook-síðu skáldsins var hann 45 ára þegar hann lést. Guardian hefur eftir eiginkonu Khet Thi að vopnaðir hermenn og lögregla hafi sótt þau hjónin og fært til yfirheyrslu á laugardag í bænum Shwebo. Shwebo er í Sagaing-héraði, sem hefur verið hjartað í mótmælum gegn herforingjastjórninni sem kom Aung San Suu Kyi frá völdum. „Ég var yfirheyrð. Hann líka. Þeir sögðu að hann væri miðja rannsóknarinnar. En hann kom ekki aftur, bara líkami hans,“ sagði Chaw Su við BBC. „Þeir hringdu í mig um morguninn og sögðu mér að hitta hann á sjúkrahúsinu í Monywa. Ég hélt að hann væri þar vegna brotins handleggs eða eitthvað... En þegar ég kom þangað var hann í líkhúsinu og það var búið að fjarlægja líffærin hans.“ Á sjúkrahúsinu fékk hún þær upplýsingar að Khet Thi hefði látist vegna hjartavandamála en hún hefði ekki haft fyrir því að lesa dánarvottorðið þar sem hún vissi að það væri skáldað. Að minnsta kosti þrjú skáld hafa látið lífið vegna mótmæla eftir valdaránið í febrúar. Ljóðskáldið K Za Win, 39 ára, var skotinn til bana í Monywa snemma í mars. „Ég vil ekki vera hetja, ég vil ekki vera píslarvottur, ég vil ekki vera veikgeðja, ég vil ekki vera kjáni,“ skrifaði Khet Thi tveimur vikum eftir valdaránið. „Ég vil ekki styðja við óréttlæti. Ef ég á aðeins mínútu ólifaða, vil ég að þá mínútu sé samviska mín hrein.“
Mjanmar Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira