„Allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 15:31 Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl og var svo á skotskónum með Kristianstad á sunnudaginn. Getty/Matteo Ciambelli Sveindís Jane Jónsdóttir er á góðum batavegi eftir að hafa meiðst í hné í leik með Kristianstad á dögunum. Liðsfélagar hennar fögnuðu líkt og þeir hefðu unnið HM þegar í ljós kom að hún hefði ekki slitið krossband, eins og óttast var, en þeir fengu reyndar fréttirnar á eftir Íslendingum. Sveindís meiddist í leik gegn Växjö 30. apríl, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, og var borin af velli. Þessi 19 ára landsliðskona reyndist vera með beinmar og ætti að geta snúið aftur til keppni um miðjan júní, eftir að hafa slegið í gegn á fyrstu vikum sínum í Svíþjóð og verið valin besti leikmaður deildarinnar í apríl. Í viðtali við Aftonbladet segist Sveindís á góðum batavegi og að það hafi komið sjúkraþjálfara hennar á óvart hve endurhæfingin gengi vel. „Hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur“ Elísabet var með liðsfélaga Sveindísar á æfingu síðastliðinn mánudag þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli Sveindísar voru: „Það fögnuðu allir eins og við hefðum unnið HM eða eitthvað. Skiljanlega – hún hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur í fyrstu þremur leikjunum og það er gott að vita til þess að hún komi aftur fyrir hléið,“ sagði Elísabet við Aftonbladet, en hlé er í sænsku úrvalsdeildinni frá 6. júlí til 21. ágúst vegna Ólympíuleikanna. Elísabet segist sjálf hafa verið 95 prósent viss um að Sveindís hefði slitið krossband: „Það er ekki eins og ég hafi verið að búast við góðum fréttum. En það var svolítið fyndið að íslenski landsliðsþjálfarinn hafði sent mér skilaboð: „svo að krossbandið er ekki slitið?“ Ég sá þessi skilaboð á miðri æfingu og hgusaði bara með mér; hvernig veit hann það? Þá hafði pabbi Sveindísar skrifað þetta á Facebook. Tveimur mínútum eftir að hún fékk að vita niðurstöðuna þá hringdi hún í pabba sinn og hann sagði frá þessu á Facebook, svo að allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur,“ sagði Elísabet. Sænski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30 Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
Sveindís meiddist í leik gegn Växjö 30. apríl, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, og var borin af velli. Þessi 19 ára landsliðskona reyndist vera með beinmar og ætti að geta snúið aftur til keppni um miðjan júní, eftir að hafa slegið í gegn á fyrstu vikum sínum í Svíþjóð og verið valin besti leikmaður deildarinnar í apríl. Í viðtali við Aftonbladet segist Sveindís á góðum batavegi og að það hafi komið sjúkraþjálfara hennar á óvart hve endurhæfingin gengi vel. „Hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur“ Elísabet var með liðsfélaga Sveindísar á æfingu síðastliðinn mánudag þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli Sveindísar voru: „Það fögnuðu allir eins og við hefðum unnið HM eða eitthvað. Skiljanlega – hún hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur í fyrstu þremur leikjunum og það er gott að vita til þess að hún komi aftur fyrir hléið,“ sagði Elísabet við Aftonbladet, en hlé er í sænsku úrvalsdeildinni frá 6. júlí til 21. ágúst vegna Ólympíuleikanna. Elísabet segist sjálf hafa verið 95 prósent viss um að Sveindís hefði slitið krossband: „Það er ekki eins og ég hafi verið að búast við góðum fréttum. En það var svolítið fyndið að íslenski landsliðsþjálfarinn hafði sent mér skilaboð: „svo að krossbandið er ekki slitið?“ Ég sá þessi skilaboð á miðri æfingu og hgusaði bara með mér; hvernig veit hann það? Þá hafði pabbi Sveindísar skrifað þetta á Facebook. Tveimur mínútum eftir að hún fékk að vita niðurstöðuna þá hringdi hún í pabba sinn og hann sagði frá þessu á Facebook, svo að allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur,“ sagði Elísabet.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30 Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30
Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10
Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00