Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2021 16:07 Eldflaugum skotið frá Gasa í dag. AP/Khalil Hamra Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. Loftvarnarsírenur hafa hljómað víða um Suður-Ísrael. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli. Her Ísraels segir þó að einn maður hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir að eldflaug var skotið að bíl sem hann var í nærri landamærum Gasa. Þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi gert loftárásir á Gasa í kjölfar eldflaugaárásanna. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir níu hafa fallið í þeim. Þar á meðal þrjú börn. Her Ísraels segir þau ekki hafa fallið í loftárás heldur vegna eldflaugar sem skotið var frá Gasa og fór af leið. Hamas-liðar skutu upprunalega sjö eldflaugum að Jerúsalem. Ein þeirra var skotin niður og hinar munu ekki hafa valdið skaða. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Hamas að árásirnar væru svar við aðgerðum Ísraels í Jerúsalem og hótaði hann frekari aðgerðum ef Ísraelar geri aftur atlögu að al-Aqsa moskunni eða flytji fjölskyldur Palestínumanna frá austurhluta Jerúsalem, eins og til stendur. Video of the Iron Dome interceptions over Sderot a short while ago pic.twitter.com/1jxcvNghtS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) May 10, 2021 Mikil spenna hefur verið í borginni undanfarna daga, sem rekja má til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Times of Israel segir að íbúum í bæ í suðurhluta landsins hafi verið sagt að fara heim og læsa hurðum sínum, vegna fregna um að hryðjuverkamenn hafi laumað sér yfir landamæri Ísraels og Gasa. Sú viðvörun var þó dregin til baka. AP segir spennuna gífurlega mikla í dag og að mögulega skelli á nýtt stríð milli Ísraels og Hamas. Her Ísraels hefur sent aukið herlið að landamærum Ísraels og Gasa. Talsmaður hersins sagði á fimmta tímanum í dag að herinn myndi bregðast við og innrás væri jafnvel á borðinu. Ísrael Palestína Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Loftvarnarsírenur hafa hljómað víða um Suður-Ísrael. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli. Her Ísraels segir þó að einn maður hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir að eldflaug var skotið að bíl sem hann var í nærri landamærum Gasa. Þá hafa fregnir borist af því að Ísraelar hafi gert loftárásir á Gasa í kjölfar eldflaugaárásanna. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir níu hafa fallið í þeim. Þar á meðal þrjú börn. Her Ísraels segir þau ekki hafa fallið í loftárás heldur vegna eldflaugar sem skotið var frá Gasa og fór af leið. Hamas-liðar skutu upprunalega sjö eldflaugum að Jerúsalem. Ein þeirra var skotin niður og hinar munu ekki hafa valdið skaða. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Hamas að árásirnar væru svar við aðgerðum Ísraels í Jerúsalem og hótaði hann frekari aðgerðum ef Ísraelar geri aftur atlögu að al-Aqsa moskunni eða flytji fjölskyldur Palestínumanna frá austurhluta Jerúsalem, eins og til stendur. Video of the Iron Dome interceptions over Sderot a short while ago pic.twitter.com/1jxcvNghtS— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) May 10, 2021 Mikil spenna hefur verið í borginni undanfarna daga, sem rekja má til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Times of Israel segir að íbúum í bæ í suðurhluta landsins hafi verið sagt að fara heim og læsa hurðum sínum, vegna fregna um að hryðjuverkamenn hafi laumað sér yfir landamæri Ísraels og Gasa. Sú viðvörun var þó dregin til baka. AP segir spennuna gífurlega mikla í dag og að mögulega skelli á nýtt stríð milli Ísraels og Hamas. Her Ísraels hefur sent aukið herlið að landamærum Ísraels og Gasa. Talsmaður hersins sagði á fimmta tímanum í dag að herinn myndi bregðast við og innrás væri jafnvel á borðinu.
Ísrael Palestína Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira