Segir að United kaupi bara Sancho í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 13:30 Jadon Sancho gengur í raðir Manchester United í sumar segir Gary Neville. getty/Alex Gottschalk Gary Neville á ekki von á því að Manchester United láti mikið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar og félagið láti sér nægja að kaupa Jadon Sancho frá Borussia Dortmund. Edinson Cavani skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við United. Neville segir að það þýði að félagið muni því ekki kaupa framherja í sumar. Erling Håland og Harry Kane hafa meðal annars verið orðaðir við United. „Ég held þeir muni ekki kaupa annan framherja. Ég hef reyndar ekki sömu sambönd við félagið og áður en ég held að þetta verði svona,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. United reyndi að fá Sancho síðasta sumar en hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund. Hann gæti hins vegar fengist á mun hagstæðara verði í sumar. „Þeir hafa ólmir viljað fá Sancho og voru gagnrýndir fyrir að kaupa hann ekki. En þeir líta mjög vel út ef þeir fá hann fyrir helmingi lægra verð,“ sagði Neville. Hann segir að Cavani og Mason Greenwood verði aðalframherjar United á næsta tímabili. „Ef United kaupir til dæmis bæði Kane og Sancho hvenær mun Cavani spila? Heldur Greenwood áfram að bæta sig? Hvað verður um [Marcus] Rashford? Hvar passar [Paul] Pogba inn?“ sagði Neville. „Ef Sancho kemur verður hann á hægri kantinum og með Greenwood til vara. Frammi ertu með Cavani og Greenwood og þeir vilja að sá síðarnefndi haldi áfram að blómstra því hann er frábær. Á vinstri kantinum ertu svo með Rashford og [Anthony] Martial. Ég að það að fá Håland eða Kane virki ekki fyrir Manchester United miðað við hvernig þeir hafa keypt inn síðustu ár. Ég held þeir kaupi Sancho og láti það duga.“ United mætir Leicester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United sækir svo Liverpool heim á fimmtudaginn. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Edinson Cavani skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við United. Neville segir að það þýði að félagið muni því ekki kaupa framherja í sumar. Erling Håland og Harry Kane hafa meðal annars verið orðaðir við United. „Ég held þeir muni ekki kaupa annan framherja. Ég hef reyndar ekki sömu sambönd við félagið og áður en ég held að þetta verði svona,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. United reyndi að fá Sancho síðasta sumar en hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund. Hann gæti hins vegar fengist á mun hagstæðara verði í sumar. „Þeir hafa ólmir viljað fá Sancho og voru gagnrýndir fyrir að kaupa hann ekki. En þeir líta mjög vel út ef þeir fá hann fyrir helmingi lægra verð,“ sagði Neville. Hann segir að Cavani og Mason Greenwood verði aðalframherjar United á næsta tímabili. „Ef United kaupir til dæmis bæði Kane og Sancho hvenær mun Cavani spila? Heldur Greenwood áfram að bæta sig? Hvað verður um [Marcus] Rashford? Hvar passar [Paul] Pogba inn?“ sagði Neville. „Ef Sancho kemur verður hann á hægri kantinum og með Greenwood til vara. Frammi ertu með Cavani og Greenwood og þeir vilja að sá síðarnefndi haldi áfram að blómstra því hann er frábær. Á vinstri kantinum ertu svo með Rashford og [Anthony] Martial. Ég að það að fá Håland eða Kane virki ekki fyrir Manchester United miðað við hvernig þeir hafa keypt inn síðustu ár. Ég held þeir kaupi Sancho og láti það duga.“ United mætir Leicester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United sækir svo Liverpool heim á fimmtudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira