Samfélag jafnra tækifæra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. maí 2021 11:01 Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun