Samfélag jafnra tækifæra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. maí 2021 11:01 Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun