Reuters segir frá þessu, en Yanev er náinn bandamaður Radevs forseta. Yanev var gerður að aðstoðarforsætisráðherra og varnarmálaráðherra í þeirri bráðabirgðaríkisstjórn sem tók við árið 2017.
Þingkosningar fóru fram í Búlgaríu í síðasta mánuði en ekki hefur tekist að mynda nýja stjórn sem myndi njóta stuðnings meirihluta þingmanna. Er búist við að Radev muni síðar í dag boða til nýrra kosninga í landinu 11. júlí næstkomandi.
Reuters segir ennfremur frá því að hinn 43 ára Assen Vassilev, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra, verði gerður að fjármálaráðherra í nýrri bráðabirgðastjórn.