Hundrað dagar frá valdaráninu í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 14:02 Frá mótmælum í Mjanmar í dag. AP Hundrað dagar eru liðnir frá því her Mjanmar tók þar völd. Það var gert á grundvelli grunsamlegra ásakana um kosningasvindl og var Aung San Suu Kyi, leiðtoga ríkisins komið frá völdum. Síðan þá hefur mikil óreiða og hundruð almennra borgara liggja í valnum. Þrátt fyrir töluverðan utanaðkomandi þrýsting hefur herstjórnin ekki sýnt fram á að meðlimir hennar hafi áhuga á að breyta um stefnu. Yfirvöld í Kína og Rússlandi hafa hingað til komið í veg fyrir refsiaðaðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hagkerfi Mjanmar hefur þrátt fyrir það beðið mikla hnekki vegna umfangsmikilla verkfalla. Herstjórninni hefur að mestu gengið vel í að loka á sjálfstæða fjölmiðla og koma í veg fyrir mjög fjölmenn mótmæli með því að beita miklu valdi. AP fréttaveitan segir til að mynda að talið sé að rúmlega 750 mótmælendur og aðrir borgarar hafi verið felldir af öryggissveitum Mjanmar frá valdaráninu. Blaðakonan Thin Lei Win segir að herstjórnin telji líklegast að daglegt líf sé að færast aftur í eðlilegt horf í Mjanmar og þá aðallega vegna þess að þeir eru að drepa færri en þeir hafa verið að gera. Hins vegar sé það ekki hennar tilfinning eftir að hafa rætt við íbúa. Andstaðan við herstjórnina sé hins vegar ekki eins sýnileg og hún var. David Mathieson, annar sérfræðingur um málefni Mjanmar sem rætt var við segir að útlit sé fyrir að vegna þess mikla ofbeldis sem herstjórnin hafi beitt, séu andstæðingar hennar tilbúnir til að beita meira ofbeldi en áður. Hann segist þegar hafa séð ummerki um það og að sá möguleiki sé fyrir hendi að Mjanmar gæti gengið í gegnum mikið átakatímabil. AFP fréttaveitan segir frá því að margir andstæðingar herstjórnarinnar hafi flúið í faðm skæruliða á landamærum Mjanmar. Þar hafi átök aukist að undanförnu en skæruliðar hafi einnig veitt fólki þjálfun í vopnaburði. Mjanmar Tengdar fréttir Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. 10. maí 2021 08:11 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1. apríl 2021 17:44 Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Þrátt fyrir töluverðan utanaðkomandi þrýsting hefur herstjórnin ekki sýnt fram á að meðlimir hennar hafi áhuga á að breyta um stefnu. Yfirvöld í Kína og Rússlandi hafa hingað til komið í veg fyrir refsiaðaðgerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hagkerfi Mjanmar hefur þrátt fyrir það beðið mikla hnekki vegna umfangsmikilla verkfalla. Herstjórninni hefur að mestu gengið vel í að loka á sjálfstæða fjölmiðla og koma í veg fyrir mjög fjölmenn mótmæli með því að beita miklu valdi. AP fréttaveitan segir til að mynda að talið sé að rúmlega 750 mótmælendur og aðrir borgarar hafi verið felldir af öryggissveitum Mjanmar frá valdaráninu. Blaðakonan Thin Lei Win segir að herstjórnin telji líklegast að daglegt líf sé að færast aftur í eðlilegt horf í Mjanmar og þá aðallega vegna þess að þeir eru að drepa færri en þeir hafa verið að gera. Hins vegar sé það ekki hennar tilfinning eftir að hafa rætt við íbúa. Andstaðan við herstjórnina sé hins vegar ekki eins sýnileg og hún var. David Mathieson, annar sérfræðingur um málefni Mjanmar sem rætt var við segir að útlit sé fyrir að vegna þess mikla ofbeldis sem herstjórnin hafi beitt, séu andstæðingar hennar tilbúnir til að beita meira ofbeldi en áður. Hann segist þegar hafa séð ummerki um það og að sá möguleiki sé fyrir hendi að Mjanmar gæti gengið í gegnum mikið átakatímabil. AFP fréttaveitan segir frá því að margir andstæðingar herstjórnarinnar hafi flúið í faðm skæruliða á landamærum Mjanmar. Þar hafi átök aukist að undanförnu en skæruliðar hafi einnig veitt fólki þjálfun í vopnaburði.
Mjanmar Tengdar fréttir Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. 10. maí 2021 08:11 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1. apríl 2021 17:44 Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. 10. maí 2021 08:11
Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51
Meira en 40 börn hafa látist í átökunum í Mjanmar Minnst 43 börn hafa verið drepin af mjanmarska hernum frá 1. febrúar síðastliðnum, þegar herinn rændi völdum í landinu. Frá valdaráninu hafa stuðningsmenn lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins og herinn tekist á og hundruð dáið í átökunum. 1. apríl 2021 17:44
Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. 28. mars 2021 13:25