Áttatíu herþotur yfir Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 16:20 Margar loftárásir hafa verið gerðar á Gasa. AP/Hatem Moussa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. Hundruðum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael á undanförnum sólarhring. Ísraelar svöruðu því með umfangsmiklum loftárásum. Minnst 28 Palestínumenn hafa fallið í þeim og þar á meðal tíu börn. Palestínumenn segja minnst 152 hafa særst. Tveir Ísraelsmenn hafa fallið vegna eldflaugaárásanna og tugir eru sagðir hafa særst. Hidai Zilberman, talsmaður hers Ísraels tilkynnti aðgerðina í dag og tók hann fram að aðgerðum hersins á Gasa myndi ekki ljúka í dag. Var það í takt við yfirlýsingar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, og Benny Gantz, varnarmálaráðherra. Samkvæmt Times of Israel hefur herinn kallað út meðlimi varaliðs í suðurhluta landsins og sent liðsauka til nokkurrar herdeilda við Gasa, Gólanhæðir og víðar. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Spennuna má einnig rekja til umsáturs ísraelskra lögregluþjóna um al-Aqsa moskuna í Jerúsalem og hefur komið til átaka lögregluþjóna við fólk þar. Hundruð eru slösuð eftir átökin. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð AP fréttaveitan segir embættismenn í Egyptalandi reyna að miðla milli fylkinga, eins og þeir hafa ítrekað gert áður. Það hafi þó lítinn árangur borið hingað til. Ísraelar virðast hafa lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas-samtakanna og Islamic Jihad. Herinn birti til að mynda myndband í dag af árás á fjölbýlishús þar sem einn leiðtogi IJ var sagður halda til. Raw Aerial Footage: This is the moment that the IDF & Israel Security Agency carried out a targeted strike against Islamic Jihad commander, Samah Abed al-Mamluk & other senior members of his unit. They were among those responsible for hundreds of rockets fired at Israelis. pic.twitter.com/3DLj2UVdCm— Israel Defense Forces (@IDF) May 11, 2021 Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10. maí 2021 23:07 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. 10. maí 2021 10:04 Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. 8. maí 2021 08:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hundruðum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael á undanförnum sólarhring. Ísraelar svöruðu því með umfangsmiklum loftárásum. Minnst 28 Palestínumenn hafa fallið í þeim og þar á meðal tíu börn. Palestínumenn segja minnst 152 hafa særst. Tveir Ísraelsmenn hafa fallið vegna eldflaugaárásanna og tugir eru sagðir hafa særst. Hidai Zilberman, talsmaður hers Ísraels tilkynnti aðgerðina í dag og tók hann fram að aðgerðum hersins á Gasa myndi ekki ljúka í dag. Var það í takt við yfirlýsingar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, og Benny Gantz, varnarmálaráðherra. Samkvæmt Times of Israel hefur herinn kallað út meðlimi varaliðs í suðurhluta landsins og sent liðsauka til nokkurrar herdeilda við Gasa, Gólanhæðir og víðar. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Spennuna má einnig rekja til umsáturs ísraelskra lögregluþjóna um al-Aqsa moskuna í Jerúsalem og hefur komið til átaka lögregluþjóna við fólk þar. Hundruð eru slösuð eftir átökin. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð AP fréttaveitan segir embættismenn í Egyptalandi reyna að miðla milli fylkinga, eins og þeir hafa ítrekað gert áður. Það hafi þó lítinn árangur borið hingað til. Ísraelar virðast hafa lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas-samtakanna og Islamic Jihad. Herinn birti til að mynda myndband í dag af árás á fjölbýlishús þar sem einn leiðtogi IJ var sagður halda til. Raw Aerial Footage: This is the moment that the IDF & Israel Security Agency carried out a targeted strike against Islamic Jihad commander, Samah Abed al-Mamluk & other senior members of his unit. They were among those responsible for hundreds of rockets fired at Israelis. pic.twitter.com/3DLj2UVdCm— Israel Defense Forces (@IDF) May 11, 2021
Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10. maí 2021 23:07 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. 10. maí 2021 10:04 Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. 8. maí 2021 08:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10. maí 2021 23:07
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07
Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. 10. maí 2021 10:04
Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. 8. maí 2021 08:02